Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 104
Tímarit Máls og menningar
Snýst í tryllandi iðu
kynngi, þjáning og gleði
skapara eilifs lifs.
Birtist á litanna hveli
fagnandi stjarna sem leiftrar
og ris yfir dag og nótt.
í öðru lagi ljóð sem eru andstæða þess sem síðast var greint frá, þ. e. a. s. ljóð
sem eru löng og efnismikil, mjög óregluleg að því er tekur til erindaskiptingar,
línulengdar og hrynjandi. Stíll þeirra er orðmargur og stundum töluvert skraut-
gjarn. Það eru aðallega tvö ljóð af þessari tegund í Svartálfadansi, Nú er
garðstígurinn pögull 50 og Eirlitir 60.
í þriðja lagi eru svo ljóð sem að ytri formgerð eru einhversstaðar mitt á milli
þeirra sem þegar hafa verið nefnd. Þessi ljóð eru margvísleg, en hafa það
sameiginlegt að ytri formgerðin og efnið eru í ákveðnu jafnvægi þannig að
formið setur ekki aðrar skorður en þær sem falla að hugsuninni og efni ljóðsins
segir til um. Þessi ljóð eru fremur stutt, erindaskipting fer eftir efni, þegar skipt
er um myndsvið eða önnur skil verða. Hrynjandi er margvísleg, oftast fremur
óregluleg og miðar að því að leggja sérstaka áherslu á merkingarþung orð í
textanum. Af þessari tegund er meginþorri ljóðanna í Svartálfadansi og má sem
dæmi taka upphaf síðasta ljóðsins sem er samnefnt bókinni:
Lifrauð sólkringlan viðrar dreglana
út um syngjandi hafflötinn
og nóttin kemur í sinum gamla vagni
yfir blátt fjali.
Við blöndum kvöldskininu í fölgult vínið
og bíðum eftir nóttinni sem er að koma.
Hnötturinn snýst og löndin elta hvert annað.
Friðlaus er snældan
sem bláþráðinn vindur.
(Svartálfadans, bls. 74)
í Svartálfadansi hefur Stefán Hörður náð að þroska með sér næmt myndskyn
og hæfileikann til að tjá hug sinn í ótrúlega fáum orðum án þess að raska
eðlilegri setningaskipan. Myndirnar eru miðlægar í gerð ljóðsins og sá grunnur
358