Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 107
,,A mjóum fðtleggjum sínum ..."
Yfir þessari lýsingu er mystisk kvöldkyrrð sem skapar baksvið hinnar trega-
blöndnu saknaðartilfinningar sem kemur fram i þriðja erindinu. í lok annars
erindisins kemur inn í náttúrulýsinguna mannleg vera, „sem hönd þín snerti“,
sem undirbýr lok ljóðsins og myndar jafnframt tengsl milli síðasta erindisins og
hinna tveggja:
Rökkur fellur á augu
kvöldsins og önnur blárri
handan við glötuð vor
verður að einu og rennur
saman kvöldið og mynd þín
hljóð og fögur sem minning
hrein og hvít eins og bæn.
Hér er því á ferðinni náttúrulýsing sem er baksvið og hluti af tjáningu
mannlegra tilfinninga. Jöfn erindaskipting og regluleg hrynjandi eru notuð til
þess að auka á hið kyrrláta andrúmsloft sem ríkir í kvæðinu.
Veigamesti efnisþáttur í Svartálfadami eru ljóð þar sem náttúrulýsingar og
umhverfislýsingar eru kjarni myndefnisins. Þessar lýsingar eru oft þáttur í eða
baksvið margskonar tilfinningatjáningar og afstöðutúlkunar. Segja má að i
skáldheimi Stefáns Harðar ríki tvær meginandstæður. Annarsvegar er trega-
blandin ást á friðsæld og rósemi fagurrar tilveru, sem kemur t. d. fram í
ljóðunum Kvöldvísur um sumarmál 68 og Sumar 67. Það er sá heimur sem hann
vill gefa þér. Hinsvegar er aðvarandi hr)dlingur pöddunnar (tækninnar) og
uggur um framtíðina, efasemdir um þann heim sem skáldið óttast að þú fáir
(Bifreióin sem hendar hjá rjóórinu 48, Stríð 53, Dans á sandi 66 og Svartálfadans
74).
Arið 1970 kom út þriðja ljóðabók Stefáns Harðar Grímssonar, Hliðin á
sléttunni. Nokkur ljóðanna sem þar eru höfðu áður birst í tímaritum á þeim
nítján árum sem liðin voru frá útkomu Svartálfadans.
Að sjálfsögðu hefur list skáldsins þróast og tekið breytingum á þessum tíma,
en sú þróun og breytingar eru að flestu leyti rökrétt framhald og eðlileg þroskun
þeirrar tækni og viðhorfa sem ríkjandi eru í Svartálfadansi. Ljóðin í Hliðin á
sléttunni eru yfirleitt styttri og hnitmiðaðri og gengið er lengra i einföldun
málsins, oftar eru rofin röktengsl setninga, sem reynir meira á ímyndunarafl
lesandans. Myndirnar eru sumar af fleiri skynsviðum en í Svartálfadansi, þannig
að tenging ljóðanna verður flóknari og þau um leið altækari og óræðari.
361