Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 109
,,Á mjðum fótleggjum sítium . . einnig mannlífið tengt myndinni þegar „hann“ og „hún“ koma fram. Vindur- inn er persónugerður „Hann krýndi vindinn blómum" og þar með farið út fyrir mörk hins raunverulega; eins og reyndar í hinum erindunum. I lokaerindinu er aftur vísað til heyrnar: „Syngdu fugl“, og ljóðinu lokið með endurtekningu frá öðru erindi, en jafnframt er í síðustu línunni sýndur nýr flötur ljóðsins sem markar í rauninni stefnu þess og bregður nýrri birtu yfir það sem á undan er farið. Þessi mynd er óvenju víð, vegna þess að í henni er höfðað til sjónar, heyrnar og ilmskyns og ennfremur vegna þess að sprengdur er rammi hins skynjanlega hlutveruleika, bæði í líkingunum og í sjálfri heildarmyndinni. Athyglisvert er að þriðja erindið rýfur hina tímalegu heild ljóðsins, það erindi er í þátíð en hin í nútíð. Bæði gerir þetta að auka á dýpt ljóðsins og að leggja sérstaka áherslu á þetta erindi, því það er einmitt þar sem mannlífið tengist þessari margbrotnu og ævintýralegu mynd. Sú aðferð sem Stefán Hörður beitir í þessu ljóði, að koma með nýtt sjónar- horn í lok ljóðs, þannig að manni opnast ný sýn á efni þess og tengir það sem á undan er komið á nýjan hátt, er eitt af megineinkennum ljóða hans. Oft er þetta gert þannig að náttúrumynd er í lokin tengd mannlífinu svo að lesandinn fær nýjan og ferskan skilning á efni ljóðsins um leið og hann lýkur við að lesa það. Með þessu er formbygging ljóðanna gerð sterk og áhrifarík. Lok ljóðsins er ris þess og merkingarleg miðja, þannig að hinn mikilvægi endir þess er nákvæm- lega á réttum stað svo að ekki verður um bætt. Ljóðið Síðdegi 86 er með magnaðri ljóðum sem ort hafa verið. Myndin er af sama sviði en með stuttu tímahléi á milli: Síðdegi í Austurheimi. Blóm af holdi og blóði ganga þorpsstíginn. Loftveginn koma steikingasveinar. Þær greina ekki hljóðpipuleik unnustans í skógarjaðrinum: Steikt brjóst. Brenndar geirvörtur. Sviðin skaut. .. En nú er krossmarkað i Vesturheimi við upphaf fengitíðar. Uti kveikir ágúst bleika sigð. 363
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.