Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 109
,,Á mjðum fótleggjum sítium . .
einnig mannlífið tengt myndinni þegar „hann“ og „hún“ koma fram. Vindur-
inn er persónugerður „Hann krýndi vindinn blómum" og þar með farið út fyrir
mörk hins raunverulega; eins og reyndar í hinum erindunum. I lokaerindinu er
aftur vísað til heyrnar: „Syngdu fugl“, og ljóðinu lokið með endurtekningu frá
öðru erindi, en jafnframt er í síðustu línunni sýndur nýr flötur ljóðsins sem
markar í rauninni stefnu þess og bregður nýrri birtu yfir það sem á undan er
farið.
Þessi mynd er óvenju víð, vegna þess að í henni er höfðað til sjónar, heyrnar
og ilmskyns og ennfremur vegna þess að sprengdur er rammi hins skynjanlega
hlutveruleika, bæði í líkingunum og í sjálfri heildarmyndinni. Athyglisvert er
að þriðja erindið rýfur hina tímalegu heild ljóðsins, það erindi er í þátíð en hin í
nútíð. Bæði gerir þetta að auka á dýpt ljóðsins og að leggja sérstaka áherslu á
þetta erindi, því það er einmitt þar sem mannlífið tengist þessari margbrotnu og
ævintýralegu mynd.
Sú aðferð sem Stefán Hörður beitir í þessu ljóði, að koma með nýtt sjónar-
horn í lok ljóðs, þannig að manni opnast ný sýn á efni þess og tengir það sem á
undan er komið á nýjan hátt, er eitt af megineinkennum ljóða hans. Oft er þetta
gert þannig að náttúrumynd er í lokin tengd mannlífinu svo að lesandinn fær
nýjan og ferskan skilning á efni ljóðsins um leið og hann lýkur við að lesa það.
Með þessu er formbygging ljóðanna gerð sterk og áhrifarík. Lok ljóðsins er ris
þess og merkingarleg miðja, þannig að hinn mikilvægi endir þess er nákvæm-
lega á réttum stað svo að ekki verður um bætt.
Ljóðið Síðdegi 86 er með magnaðri ljóðum sem ort hafa verið. Myndin er af
sama sviði en með stuttu tímahléi á milli:
Síðdegi í Austurheimi.
Blóm af holdi og blóði ganga þorpsstíginn.
Loftveginn koma steikingasveinar.
Þær greina ekki hljóðpipuleik
unnustans í skógarjaðrinum:
Steikt brjóst. Brenndar geirvörtur. Sviðin skaut. ..
En nú er krossmarkað i Vesturheimi
við upphaf fengitíðar.
Uti kveikir ágúst bleika sigð.
363