Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 114
Tímarit Máls og minningar
minni býsn, og ætlum vér goðin hvorugu valdið hafa“. Þá var þessari ódauðlegu
ræðu hans lokið, en ræðumaður er sagður Snorri goði Þorgrímsson.
Og enn voru haldnar margar ræður, og fleiri en þessi ein lifír í vitund
þjóðarinnar fram á þennan dag. Málþóf stóð enn um stund. Kristnir menn
völdu sér lögsögumann fyrir sína hönd. Sá fór á fund lögsögumanns hinnar
fornu skipunar og hefur ef til vill hvíslað að honum setningu, er sá mælti síðar
að lögbergi, reyndist síðar ódauðleg á vörum þjóðarinnar og hljóðar svo: „Ef vér
rjúfum lögin, þá rjúfum við friðinn'*.
Nú þarf ekki nánar að rifja upp, til þess að allir fylgist með. Það var verið að
lögleiða kristni á Islandi undir ógn hins blóðga sverðs Olafs konungs
Tryggvasonar. Hér valt á að virða ofureflið án þess að glúpna fyrir því.
2
íslensk skáld og sagnamenn til forna vanræktu ekki að fræða kynslóð sína um
þann þátt menningarsögunnar, sem við köllum kristniboð. Þegar við berum
saman kristniboð á Islandi og í nálægum löndum, er þar margt sameiginlegra
fyrirbæra. En mér hefur komið það svo fyrir sjónir, að í sambandi við kristni-
boðið um árið 1000 og siðaskiptin um miðja 16. öld og ýmsa þætti í sambandi
við trúmál og guðrækni okkar íslendinga komi í ljós þau sérkenni, sem tvi-
mælalaust megi teljast til alíslenskra sérkenna. Ræður Gissurar hvíta og Hjalta
Skeggjasonar um ágæti kristninnar eru hreinlega alþjóðlegs eðlis, og engin
setning af vörum þeirra á þeirri stundu hefur gert sig heimakomna í hjarta eða á
tungu þjóðarinnar. En viðbrögð þau, sem sagan eignar Snorra goða, hefur
þjóðin helgað sér sem óumdeilanlega séreign, sem sérhver íslenskur þegn má
vera stoltur af að eiga á tungu sinni. Það er einnig mjög svo alþjóðlegt fyrirbæri,
að ríkjandi viðhorf setji fátíð náttúrufyrirbæri, einkum þau er mönnum stendur
ógn af, í samband við nýjar hræringar á menningarlegu sviði, svo sem er heiðnir
menn settu rennsli Þurárhrauns í samband við reiði hinna fornu guða út af
boðun nýs siðar á þingi þjóðarinnar.
En ég veit ekki betur en viðbrögð Snorra goða eða þess, er lagði honum orðin
í munn, séu einstök i sinni röð i sambandi við trúboð og trúarskipti. í hverju
liggur þetta sérkenni? segið þið, og því er fljótsvarað: Sérkennið liggur í
viðbrögðum við atburðum, sem í senn eru óvæntir og boða skelfingu. Hin
almennu viðbrögð til skýringar á fyrirbærinu eru þau að seilast út í óendan-
leikann, sem liggur utan víddar þess sviðs, sem venjuleg mannleg skynfæri eiga
aðgang að. Það er seilst út fyrir öll takmörk hins skynjanlega ofar stjörnum og
368