Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 128
Tvær greinar um Shakespeare
Jan Kott
Framlag Borges '
A Hilton-hóteli varð ekki þverfótað fyrir Shakespearefræðingum. Um
það bil þúsund manns voru þar saman komnir til þess að taka þátt í
annarri alþjóðaráðstefnunni um Shakespeare, sem var haldin í Washing-
ton, D. C. i aprílmánuði árið 1976. í víðáttumiklu fordyri hótelsins
fengu þátttakendur merkispjöld með nafni sínu, prófgráðu og þeirri
sotfnun sem þeir voru tengdir; þetta var til þess að þeir vissu deili hver á
öðrum. I hliðarsölum var mikill fjöldi nýlegra bóka um Shakespeare til
sýnis og þar blöstu einnig við auglýsingar um nýjar og endurbættar
útgáfur á öllum nauðsynlegustu uppflettiritunum um hann. Þarna var
nýjasta Shakespeare-orðabókin, voldugt rit með biblíulegum virðuleik,
þar sem tölvur höfðu raðað niður með gífurlegri nákvæmni þeim tuttugu
og tvö þúsund orðum sem hann hafði á valdi sínu. Tölvurnar höfðu
einnig dregið saman og flokkað niður í sérstakar bækur allar athuga-
semdir um sviðið 1 textunum, að ógleymdum setningarmerkjum allt
niður í smæstu kommur, sem þarna var skipað niður eftir tíðni og
hugsanlegum hlutföllum milli upphrópunar og spurningarmerkja.
Shakespeare-fræðin lifir ekki aðeins á Shakespeare, hún lifir einnig á sjálfri
sér. I Bandaríkjunum einum eru tvö þúsund prófessorsembætti í Shake-
speare og eitt þúsund sams konar embætti annars staðar í heiminum. Og
á hverju ári eru birtar um það bil þrjú hundruð nýjar doktorsritgerðir um
hann; eða ein ritgerð á dag, séu helgidagar gyðinga og kristinna, sunnu-
dagar og laugardagar, dregnir frá.
Fyrsta alþjóðaráðstefnan um Shakespeare hafði verið haldin fimm
árum áður í Vancouver. Þar virtist fjöldi Shakespearefræðinganna ekki
eins ógnvekjandi, heldur kom hann manni miklu fremur þægilega á
382