Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 129
Tvœr greinar um Shakespeare
óvart. Vancouver er nær Kyoto en Stratford og þess vegna var við hæfi að
sendinefnd japana á ráðstefnunni skyldi vera sú fjölmennasta á eftir nefnd
bandaríkjamanna. Menn fengu að búa í litlum húsum með einkennileg-
um indíánanöfnum í rósatrjágörðum bresku Kolombíu. Dapurlegt bros
rússneska leikstjórans Grigori Kozinstevs stafaði geislum sínum yfir
ráðstefnuna i Vancouver; þetta var í síðasta skipti sem ég hitti hann,
tveim árum síðar var hann allur. Á göngu okkar um garðinn kvöld
nokkurt ræddum við um Meyerhold. Kozintsev var einn fárra vina og
nemenda Meyerholds, sem lifðu allar hreinsanir Stalíns af. „Árin hjá
Meyerhold,“ sagði hann, „kannski voru þau tvö, kannski þrjú, það voru
góðir tímar, síðan var öllu lokið.“ Kozintsev var þarna á ráðstefnunni
með sýningu sína á Lé konungi, en hún var látin gerast á rússnesku
steppunni.
Washington er fögur borg að vorlagi; hvítir, finlegir litir kirsuberja-
trjánna ljóma um alla borgina. En angan þeirra barst ekki inn fyrir veggi
Hilton-hótels. Ráðstefnunni var stjórnað af þeim heraga sem einkennir
bandarískar samkomur af þessu tagi (nokkrum vikum áður höfðu Dætur
bandarísku byltingarinnar þingað þarna og fáeinum dögum síðar var von
á kvekurum frá öllum heimshornum). Ráðstefnudögunum fimm var
skipt niður í allsherjarfundi, deildafundi, undirdeildafundi og umræðu-
fundi og voru margir fundanna haldnir á sama tíma. Þessa daga gafst
þátttakendum ráðrúm til þess eins að fá sér kaffisopa, líkt og ferðalangar á
brautarstöð sem eru rétt að missa af lestinni, áður en þeir þutu aftur af
stað með skjalatöskur sínar úttroðnar af fyrirlestrarefni í átt til ráð-
stefnusalanna sex þar sem Shakespeare-fræðingar héldu linnulaust fyrir-
lestra yfir öðrum Shakespeare-fræðingum. Aftur og fram um Shakespeare,
frá hefðbundinni textagreiningu til nýjustu uppgötvana túlkunar-
fræðinnar. Umræðufundir fóru fram um existentíalistann Shakespeare og
um marxistann Shakespeare. Á síðasta fundinum, þar sem hópur af
austurþýskum Shakespeare-fræðingum lét mjög að sér kveða, var ég
gripinn þeirri tilfmningu að tíminn hefði ekkert liðið síðustu fimmtán ár
og ég heyrði sömu röddina endurtaka án afláts: „Shakespeare var rót-
tækur, Shakespeare var ekki róttækur . . .“
Mönnum var boðið í hátíðlegar móttökur; til dæmis var okkur ekið í
383