Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 130
Tímarit Máls og menningar
tuttugu rútubílum til utanríkisráðuneytisins. Einkaaðilar buðu okkur
einnig til sín, þeirra á meðal virðuleg frú sem hélt veislu á búgarði sínum
með útsýni yfir Potomacfljót. Þetta var á afmælisdegi Shakespeares. Kjöt
var grillað á teini og áður en haldið var aftur til hótelsins, fengu allir
stóran kúrekahatt til minja — frúin var sem sé ættuð frá Texas.
En hátindur ráðstefnunnar, daginn áður en henni lauk, átti að vera
erindi Jorge Luis Borges. Hann var kominn sérstaklega til Washington til
þess að ávarpa ráðstefnugesti. Stærsti fundarsalur hótelsins var þéttsetinn
klukkustundu áður en fyrirlesturinn átti að hefjast. Fjórar fremstu sæta-
raðirnar stóðu þó auðar. Skólabörn gættu þess að enginn óboðinn tæki
sér þar sæti, en þegar opinberir gestir létu ekki sjá sig settust þau þar sjálf.
Tveir menn leiddu Borges upp á sviðið. Þeir gengu löturhægt yfir
sviðsgólfið og studdu við handleggi lians. Eitt andartak virtist sem þeir
héldu á milli sin útskornum trjádrumbi. Að endingu skildu þeir hann
eftir við ræðupúltið. Allir risu úr sætum, lófatakið stóð mínútum saman.
Borges haggaðist ekki. Að lokum varð allt hljótt. Varir Borges komust á
hreyfingu. En frá hljóðnemanum heyrðist ekkert nema lágt suð.
Og í gegnum þetta tilbreytingarlausa suð var aðeins hægt að greina
eitt orð með miklum erfiðismunum, eitt einasta orð, sem heyrðist hvað
eftir annað líkt og veikt óp frá þarlægu skipi í gegnum brimrótið:
„Shakespeare .. ., Shakespeare . . ., Shakespeare . . .“
Hátalarinn hafði verið stilltur of hátt. En enginn sem þarna var staddur
hafði kjark til að ganga fram og lækka hátalarann fyrir framan aldur-
hnigið og blint skáldið. Borges talaði í klukkustund og allan þann tíma
náði ekkert nema þetta eina orð — Shakespeare — hlustum áheyrenda.
Enginn hreyfði sig úr sæti á meðan á erindinu stóð. Þegar Borges hafði
lokið máli sínu risu allir úr sætum og fagnaðarlætin virtust engan enda
ætla að taka.
Heitið á erindi Borges var: „Gáta Shakespeares". Hann hafði verið
beðinn um að ráða gátuna líkt og ræðumaðurinn í einþáttungi Ionescos,
Stólunum. Og eins og ræðumaðurinn í Stólunum, sem kom ekki upp
öðru en óskiljanlegum hljóðum, réð Borges gátuna: „Shakespeare . . .,
Shakespeare . .., Shakespeare . . .“
N,
384