Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 131
Jorge Luis Borges
Allt og ekkert
Enginn var í honum; andlit hans sem líkist engu öðru andliti á slæmum
málverkum þessara tíma, og orð sem voru óþrotleg, hamslaus og til-
komumikil leyndu ekki öðru en votti af kulda, draumi sem engan hafði
dreymt. Hann hélt í fyrstu að allir aðrir væru eins, en þegar vinur hans,
sem hann reyndi að segja frá þessu tómi, varð furðu lostinn komst hann
að því að svo var ekki og upp frá því fannst honum enginn mega skera sig
úr á áberandi hátt. Eitt sinn hélt hann sig geta fundið lækningu á meini
sínu í bókum og þess vegna lærði hann dálitla latinu og minni grísku,
sem samtímamaður hans talaði seinna um. Síðar datt honum í hug að það
sem hann leitaði að væri að finna í ákveðinni helgiathöfn með djúpar
rætur í mannseðlinu og langt síðdegi í júní opinberaði Anne Hathaway
honum leyndardóm hennar. Rúmlega tvítugur að aldri fór hann til
Lundúna. Hann var þegar orðinn mjög leikinn í því að látast vera einhver,
til þess að aðrir kæmust ekki að því að hann væri í rauninni ekki neinn, og
í Lundúnum ætluðu örlögin honum starf leikarans sem þykist vera annar
en hann er frammi fyrir hópi fólks sem þykist trúa því að svo sé. Starf
leikarans veitti honum einkennilega fullnægingu, ef til vill þá fyrstu sem
hann kynntist, en ekki voru lokaversin fyrr þögnuð og síðasta líkið flutt
burt af sviðinu en miskunnarlaus óraunveruleikinn heltók hann á ný. Um
leið og hann hætti að vera Ferrex eða Tamberlane varð hann ekki neinn
aftur. I neyð sinni greip hann til þess ráðs að hugsa upp aðrar hetjur og
aðrar harmasögur. Og því fór svo, að á sama tíma og hold hans fullnægði
þörfum sínum á öldurhúsum og hóruhúsum Lundúna var sálin sem bjó í
því Sesar sem sinnir ekki viðvörun spámannsins, Júlía sem hræðist söng
lævirkjans og Makbeð, sem talar við skapanornirnar á sléttunni. Enginn
hefur verið jafn margir menn og þessi eini maður, sem líkt og egyptinn
Próþeifur gat tekið á sig líki allra fyrirbæra sköpunarinnar. Stöku sinnum
laumaði hann játningu inn í verk sín, í góðri trú að enginn mundi ráða í
hana; þannig segist Ríkharður leika hlutverk margra og Jagó mælir þau
TMM 25
385