Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 144

Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 144
Tímarit Máls og menningar sínum. En að sjálfsögðu þurfti enginn að fara í grafgötur með hvor hefði undirtökin. Fyrstu sýningum Berliner Ensemble var á heildina litið vel tekið. Að vísu bar nokkuð á því að listrænar aðferðir leikhússins, sem voru ólíkar flestu því sem fólk átti að venjast og gerðu auk þess óvenju miklar kröfur til glöggskyggni áhorfenda, yllu misskilningi, og mörgum þóttu mannlífsmyndirnar í þessu leikhúsi alldökkar og ekki sérlega uppörvandi fyrir alþýðuna. Vitaskuld var ætlast til þess að Berliner Ensemble legði sitt af mörkum til uppbyggingar sósíalismans eins og aðrar listastofnanir, en ýmsir háttsettir embættismenn áttu þó erfitt með að koma auga á áróðursgildi leiksýninga þess. Brecht var t. d. átalinn fyrir það að láta Mutter Courage, sölukonuna sem framfleytir sér á því að selja hermönnum í þrjátíu ára stríðinu varning og missir að lokum öll börn sín i hít ófriðarins, ekki iðrast framferðis síns í lokin og verða áhorfendum til eftirbreytni með því að gerast virkur friðarsinni. Lokaatriðið i sýningu Brechts, þegar Mutter dregur vagn sinn ein af stað án þess að hafa nokkuð lært af mistökunum — eins og Brecht sagðist túlka það —, er sagt hafa verið með afbrigðum áhrifamikið og Brecht svaraði gagnrýninni þannig að hann teldi nægjanlegt að áhorfendur tækju afstöðu gegn stríði eftir að hafa horft á leikinn; það væri óþarfi að láta Mutter ganga á undan með góðu fordæmi. En það er ósennilegt að fulltrúar flokksins hafi gert sig ánægða með slík svör og trúlega hafa þeir haft gildar ástæður til þess. Af ýmsu sem var skrifað um sýninguna má ráða að endalok og örlög Mutter Courage hafi vel mátt túlka sem almenna dæmisögu um vangetu mannsins til að læra af reynslunni og taka stakka- skiptum. Slík túlkun er að sjálfsögðu i næsta litlu samræmi við kenningar Brechts og opinberar yfirlýsingar, en það er engu að síður ekki ólíklegt að úr sýningum hans, og raunar ljóðum líka, hafi mátt lesa sitthvað sem ekki kom heim og saman við hina opinberu mynd af lífi manna og framtíð í lýðveldi alþýðunnar. I listinni fann Brecht leið til að segja, eða öllu heldur gefa í skyn, hug sinn og tilfinningar gagnvart því sem var að gerast umhverfis hann. Og þó að hann vonaðist til að mannkynið mundi smám saman finna rétta leið úr böli styrjalda og kúgunar, var hann nógu raunsær til að gera einnig ráð fyrir því versta. Árið 1951 harðnaði pólirískt andrúmsloft í Þýska alþýðulýðveldinu og þá slær í fyrsta skipti í alvarlega brýnu með Brecht og stjórnvöldum, að því er heimildir minar herma. I marsmánuði það ár frumsýndi austurþýska ríkisóperan óperuna Dómurinn yfir Lúkullusi, sem var byggð á gömlu útvarpsleikriti eftir Brecht og Paul Dessau hafði gert tónlist við hana. Þarna segir frá því þegar 398
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.