Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 150
7'ímarit Wáls 'og menningar
sem Brecht nefnir „Zuschauerkunst“, áhorfandalist. Áhorfandinn varð því að
vera skapandi þátttakandi í sýningunni og þess vegna er hann, en ekki leik-
stjórinn, höfundurinn eða leikarinn aðalpersónan i kenningum Brechts. Þessi
virðing fyrir áhorfandanum er ef til vill lykillinn að leikhússigrum Brechts og
ýmissa annarra merkra leikstjóra, sem hafa gert sér þetta ljóst án þess að setja
fram voldugar fræðikenningar þar að lútandi. Má í þvi sambandi nefna nöfn eins
og Max Reinhart, Ingmar Bergman og Peter Brook, en allir hafa þeir lagt á það
mikla áherslu að virkja áhorfandann til þátttöku i sýningunni. Allt of margir og
kannski flestir leikstjórar falla hins vegar í þá gryfju að nota leiksviðið til þess að
halda sýningu á útsjónarsemi og hugkvæmni sjálfra sin, og sé leikhúsið ekki i
lifandi sambandi við áhorfendurna eykst mjög hættan á slíkum tilhneigingum.
Og að þessu leyti hafa engar grundvallarbreytingar orðið á vestrænu leikhúsi frá
þvi Brecht reis upp gegn stöðnun þess fyrir hálfri öld. Áhrifamáttur kenninga
hans er að verulegu leyti fólginn i því að þar er boðuð leið út úr þessari stöðnun
og vinsældir þeirra sýna hversu brýn þörfin er á að finna slíka leið. Þvi miöur
segja þær okkur ekkert um hvaða leið Brecht og leikarar hans fóru í sýn-
ingunum frægu á Berliner Ensemble. E. t. v. er skýringin einfaldlega sú að þeim
tókst að segja hug sinn þrátt fyrir kröfu valdhafanna um að þeir yrðu aðeins eitt
hjólið í lygavél ríkisvaldsins. En í öllum skrifum Brechts er ekki stafur um
hvernig þeir fóru að því.
Umsagnir um bækur
Framhald af bh. 424
Þórs. Hætt er við að ritgerðin hefði hvorki
orðið fugl né fiskur ef hún hefði átt að
fjalla um tímabilið 1934 — 8 líka. Á árinu
1934 verða og viss skil í starfi flokksins
þegar samfj’lkingarpólidk er tekin upp at
meiri þunga og alvöru en fvrr. Líklega er
rannsókn á sögu tlokksins 19.34 — 8 brýn-
asta óleysta viðfangsefnið um sögu
flokksins. Var hann lagður niður mót-
mælalaust af hálfu „réttlínumanna" dma-
bilsins 1932—4? Margar slíkar spurningar
hljóta að vakna og kreíjast svara. Fólki
sem þekkir litið til sögu KFI finnst hins
vegar órökrétt at Þór að lnctta 1934, enda
lítil rök hcrð tyrir þvi.
Hafi annars Þór, Sagnfræðistofnun og
Menningarsjóður þökk tvrir að gefa þetca
rit út og gera það þannig aðgengilegt al-
menningi.
Ingólfur A. jðhannesson.
404