Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 152
Tímarit Máls og menningar
Uppeldisstefna Vigfúsar er í kristilegum en jafnframt fornnorrænum anda svo oft
minnir á Hávamál. Þetta er umfram allt jákvætt uppeldi, hvatning til að gera rétt og
þola ekki órétt þó maður sé fátækur og eigi ekki mikið undir sér. Stúlkan á að temja sér
hlýðni en hún á ekki að hlýða i blindni, hún á fyrst og fremst að hugsa sjálf, taka sjálf
afstöðu, vera sjálfstæð, fordómalaus manneskja og ganga upprétt. Hún á að vera
heiðarleg en mannfólkið er af ýmsu tagi og hún verður að vera slægvitur lika — eða eins
og segir í 41. vísu: „Einföld vertu eins og dúfa, höggorms þar hjá hafðu slægðir ...“
Hvergi i kvæðinu má fmna fyrir víst að Vigfús sé fremur að ala upp stúlku en dreng,
heilræðin eiga öll við bæði kyn jafnt. Vigfúsi hefur augljóslega ekki þótt sem kvenfólk
þyrfti öðruvisi uppeldi en karlar.
Sérkennilegust verða Barnaljóð Vigfúsar Jónssonar þegar þau eru borin saman viö
næstu barnabækur á eftir, Sumargjöf handa börnum (1795), barnaefnið i Kvöld-
vökunum (1796—7), sem hvort tveggja er þýtt efni, og bækur Jóhanns Halldórssonar
með þýddu og frumsömdu efni (1839 — 41). Þar kveður við annan tón en þennan
hvetjandi, þar er kennt og boðað með hótunum og sífelldu víti til varnaðar. Þar er
einnig víða gerður skýr greinarmunur á uppeldi stúlkna og drengja.
1 visunum sem hér fara á eftir úr Barnaljóðum i tilefni af afmælinu hefur stafsetning
og greinarmerkjasetning verið færð til nútímamáls. Bókina sjálfa má skoða á Lands-
bókasafni.
Silja Aðalsteinsdóttir.
1
Árin hafði ég
alls á baki
átta yfir
tugina tvenna,
þá hið fyrsta
fékk ég séna,
af mér komna
eina dóttur.
2
Hana ég tók
og talaði þannig:
Sæl, velkomin
sértu að vísu,
skapleg kind
af guði gefin,
uppfylling minnar
ævisögu.
3
Synda minna
sé ég menjar
berlega á
barnsgrát þínum,
illsku rót
er upphaf mæðu,
því er skyldugt
þér ég dilli.
406