Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 155
blíðyrði mikil,
þau plaga að fylgja
fölsku sinni.
33
Vertu hógvær
og varast deilur,
en ef orðum
áttu að skipta,
skrafaðu fátt
með skýrum rökum,
yrðstu þó aldrei
við óráðvandan.
34
Brúkaðu aldrei
breytni í orðum,
spottið fylgir
fordildinni,
en ofurbúralegt
orðatiltæki
hæfir þó aldrei
hæversku fólki.
35
Lofa ei miklu
en lát ei bregðast
það sem þú hefir
heitið eitt sinn,
eftir þinn munn
skal aldrei finnast
ósannindi
né orðaskvaldur.
37
Lofaðu aldrei
lesti annars,
þögn er betri,
þó í máta,
hræsni köllum vér
hvers manns skækju,
en þögn er sjaldan
á þing borin.
38
Forðastu róg
sem fjandann sjálfan,
og slá þér frá öllum
slaðurtungum,
hjá villidýrum
vil ég búa
heldur en soddan
háskaöndum.
39
Forvitni, grunsemd,
félag skraffinna,
laussinni, mælgi,
léttferðug skemmtan,
trúgirni, fals
og flokkadráttur
eru rætur þær
sem rógurinn vex af.
40
Illum gef þú
eftirdæmi
af þér gott,
en öngum hnevksli,
þó skaltu eigi
þar til sigta
að heilagleik þínum
hæli aðrir.