Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 157
þér vísan hnekki,
andvaraleysi
er upphaf fallsins,
og hofmóður
hrösunarinnar.
54
Ekki sakar
þó óráðvöndum
sýnir á þér
sérgæði nokkuð,
svo máttu forðast
selskap þeirra,
betra er autt rúm
en illa skipað.
56
Hirtu aldrei
hvað heimskir gambra
og virtu að öngu
vinskap þeirra,
þar er líka
lof í falið
að geta misþóknast
manni vondum.
57
Að hilma yfir
hinn ófróma,
kærleik góðan
kalla margir,
þetta áttu
þó að varast,
akurmaðurinn
orminn vermdi.
58
Vertu ei gefin
fyrir virðingunum,
sjálfar fylgja þær
siðgæðinu,
forðast oftlega
frekan biðil,
en hænast að þeim
sem hirðir ei um þær.
59
Eitt er lxka
athugandi,
að vera ei of vandur
að virðingu sinni,
háðvör grunsemi
hér af sprettur,
þessi er vön
að þiggja fréttir.
62
Ef þér kann
til eyrna berast
að einhver um þig
illa ræði,
drep þú hans árás
með dagfars prýði,
en lát ekki víðar
við þig koma.
63
Tak ei mjög hart
á hrösun annars,
kannski þig viðlíkt
kunni að henda,