Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 159
en aldrei illt
þó orka megir.
74
Gimstu aldrei
það getur ei fengið,
það er að auka sér
órósemi,
þér skal lynda
þitt hlutskipti,
sá hefur nóg
sér nægja lætur.
83
Avirðing þína
ætíð játa
og bið þá forláts
sem braustu á móti,
mörgum þykir þar
mikið fyrir,
það er þó vegur
til viðréttingar.
84
Láttu þér ei
líka miður
umvöndun
af ærlegum manni,
högg hins visa
hugnist betur
en léttferöugra
lof í eyrum.
85
Trú og hlýðni
tvær eru systur,
sem haga sér vel
i húsum öllum,
ef þeim fylgja
iðni og ótti,
muntu húsbændum
hugnast þínum.
87
Það sem þú átt
til þarfa að læra,
stundaðu vel
á ungu árum,
æskan skapar
ævina mannsins,
lengst býr kerið
að lyktinni fyrstu.
88
Sá er ónýtur
sem ekkert kunni,
sá kann ekkert
er ekkert lærði,
sá lærði aldrei
sem lék sér alltíð,
það skal dýrt kaupa
sem kostar mikið.
89
Fátækt og auður
falla misjafnt,
metorð og vinsældir
víkja þar eftir,
en kostir þeir,
sem komstu yfir,
fylgja þeir ætíð
þó fari annað.