Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 160
Tímarit Máls og menningar
90
Haf þú ætíÖ
eitthvað að gjöra,
illt lærum vér
með iðjuleysi,
þá er satan
með þönkum vondum
á allar siður
ástormandi.
93
Hérmeð er ekki
hæversk skemmtan
löstuð, eða
leikur i hófi,
það er betra
en þungt hugferði,
af tvennu illu
skal tala hið minna.
94
Það er miðpunktur,
upphaf og endir
í öllu þessu
áður sögðu,
að temja sínar
tilhneigingar,
annars er dauðum
draumur sagður.
97
Vertu aldrei
svo vant viðlátin
að þú bænina
undanfellir,
sú skal mín
hin síðasta vera
áminning við þig
elsku dóttir.
102
Hann sem hefir
mitt hæli verið
mildilega
frá móðurknjánum,
og leikið við mig
sem ljúfur faðir,
taki við þig
tryggðafóstur.
103
Varni slysum,
verndi og hlífi,
ráð á leggi
og raunum bæti,
styrki vel
í stríði öllu,
og sendi hjálp
í hentugan tíma.
106
Nú hef ég vandað þér
vöggukvæði,
en skil það á þig
í skemmtunarlaunin,
að það geymir,
ef gefst þér aldur,
hvort ég er lífs
eða lík í moldu.
AMEN
414