Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Side 162
Tímarit A1 a/s og menningar
rakinn, sem er nauðsynlegt því verkin eru
mörg óaðgengileg eins og áður gat, en
mest rými fá persónurnar, túlkun á þeim
og hlutverkum þeirra. Loks er fjallað um
boðskap verksins og lifssýn út trá persón-
unum og þróuninni sem þær taka.
Það er skemmst frá því að segja að það
er afskaplega gaman að lesa úttekt Friðu á
leikritunum. Þau verða mjög spennandi i
meðförum hennar og hér er sjóður hug-
rnynda handa leikstjórum sem glíma við
þau i framtiðinni. Margt kom á óvart við
lesturinn, ekki sist mögnuð greining höf-
undar á Kertalogi, en ástæðulaust er að
endursegja túlkun á einstökum verkum
hér.
Af gegnumgangandi einkennum á
verkum Jökuls kom mér langmest á óvart
livað persónur hans eru bundnar uppruna
sínum og stétt. Hann er ákaflega stéttvís
og félagslega þenkjandi höfundur í túlkun
Friðu. Yfirleitt er alveg ljóst i leikritunum
úr hvaða umhverfi persónurnar eru
sprottnar, og það mótar þær meira en allt
annað. Einnig er ljóst hvort þær hafa
klifið upp eða hrapað niður þjóðfélags-
stigann — eða kannski ilenst á sama
þrepinu. Honum er fyllilega ljóst hvaða
böl það er manneskjunni að búa i stétt-
skiptu þjóðfélagi, þvi fólk af ólíkum
stéttum nær aldrei saman i leikritunum.
Eg þykist líka sjá það að Jökull fletti
rækilega ofan af einu vinsælasta efni
borgaralegra bókmennta æ ofan i æ í
verkum sinum: drauminum um róman-
tískar ástir fátæka piltsins og riku stúlk-
unnar (og öfugt!). Sá draumur verður
fljótlega martröð. Finnbjörn skransali i
Hart i bak er búinn að þrá skipstjóra-
dótturina Áróru siðan hann var strákur;
þegar hann fær hana niðurlægir hún hann
endalaust, og er þó vegur hennar sannar-
lega ekki orðinn mikill. Jón i Sumrinu '37
(sem Friða og Jökull hafa litla samúð
með) hefur ekkert nema óhamingju upp
úr hjónabandi sinu og yfirstéttarstúlk-
unnar Sjatnar — og sama gildir auðvitað
um hana. Átakanlegast er þetta minni
kannski i Dómínó, þar sem Kristján
plastframleiðandi er örj'ggislaus og fullur
örvæntingarkviða i sambúð sinni við
Margréti, og i Kertalogi þar sem Kalli
togast milli borgarastéttarfrúarinnar
móður sinnar og Láru, lágstéttarstúlk-
unnar.
Þó er ekki eins og lausnin sé einfaldlega
sú að elska fólk af eigin stétt. Ástir borg-
arastéttarfólks eru nöturlegar t. d. í Sumr-
inu '37. Raunar er borgarastéttin í verkum
Jökuls litandi lik sem getur ekki elskað.
Ástir lágstéttarfólks eru talsvert vonbetri,
bara ef það fvrirlitur ekki sjálft sig og sína
stétt og hringsnýst kringum drauma smá-
borgarans um að „verða eitthvað” eða
komast burt. Lengi vel verður ekkert úr
ástum þess af þessum sökum; Láki fer frá
Árdisi i Hart i bak, Jói fór frá Disu i Syni
skóarans og dóttur bakarans. En það sama
verk endar á því að Fleur, stúlkan frá
Víetnam, og Oli grásleppustrákur ná
saman, og Jökull gefur berlega í skyn að í
þeirri ást og manngildi elskendanna sé
von heimsins fólgin.
Jökull Jakobsson sýnir þróun í verkum
sinum sem ef til vill er pólitiskari en
lokaorð Fríðu gefa til kvnna. Fríða hefur
orð Jökuls sjálfs í æskuverki fyrir þvi —
eða öllu heldur söguhetju hans — að hann
aðhyllist ekki existensialisma (275), en
varasamt er að taka mark á þvi. Framan af
416