Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Síða 163
Umsagnir um bœkur
er hann ljóslega undir miklum áhrifum frá
existensíalískri lífssýn og upptekinn af
áhugamálum þeirra: Kvíðinn fvrir lifinu
og átökum þess veldur því að persónur
hans rása á vit firringardrauma eða flýja
niður i svartnætti tilgangsleysisins, allt
eftir þvi hvort þær eru sér meðvitandi um
löngun sina til flótta eða ekki. Engin
lausn er til, allt er á hraðri leið til fjandans.
Timinn er ekki lengur þriviður hjá fólk-
inu í Sumrinu ’37 og Dóminó hcldur
einfaldur, fortiðarþrá heldur manneskjun-
um föngnum og heftir vilja þeirra til að-
geröaeða þær hlutgerast i nútímanum. Þó
að Jökull hafni lausnum sumra tilvistar-
spekinga i persónulegri ábyrgð breytir það
engu um að existensíalísk spursmál vefjast
í sífellu fi’rir honum.
I síðari verkum sínum sinnir Jökull
meira áhugamálum liðandi stundar, t. d.
jafnréttisbaráttu kynjanna, um leið og
hann tekur harðari afstöðu i pólitík sam-
tíma og framtiðar. Kannski er til leið út úr
vitahringnum sem mannkindin hleypurár
og sið? Það er skaði að Fríðu skyldi ekki
takast að fá afnot af eintaki af I öruggri
borg, það verk vantar sárlega i pólitiska
heildarreikninginn. Eiginlega þyrfti hún
að gera því sömu skil og hinum verk-
unum og prenta sem viðauka við bók sina.
Rannsókn Friðu á leikritum Jökuls er
afar vandlega unnið verk. Það eina sem að
þvi má finna er að höfundur sé ef til vill
hlutdrægur um of. Friða setur sig i spor
Jökuls, sér persónur eins og gegnum gler-
augu hans og túlkar þær gagnrýnislítið
eins og hún telur að hann hafi hugsað sér
þær. I lokaorðum sinum getur hún
nokkrum sinnum lauslega um galla á
verkunum i heild („. . . verk hans eru
misjöfn að gæðum . ..“ (272), „. ..
stundum lætur hann gamminn geisa
heldur hratt. .(273)), og þá saknar
lesandi gagnrýnni umfjöllunar i megin-
hlutanum.
Uppsetning ritgerðarinnar er mjög skýr
og einfalt að nota hluta af henni ef vill,
þótt auövitað séu tilvisanir milli kafla og
stöðugur samanburður við persónur ann-
arra leikrita höfundar. Frágangur er góð-
ur, en þó er að mínu mati á honum einn
galli. Yfirleitt notar höfundur handrit að
leikritum og i tilvitnunum prentar hún
óbreyttan texta þaðan. I honum eru ýmsar
prentvillur eins og verða vill sem höf-
undur endurprentar samviskusamlega
með [sic] á eftir. Nú verða sem endranær
iðulega prentvillur í ritgerðinni sjálfri,
bæði máli Fríðu og tilvitnunum i leik-
ritin, sem ekkert [sic] fer á eftir, og þá
verður manni á að brosa. (T. d. eru tvær
prentvillur i einni tilvitnun neðst á bls.
133.) Skemmtilegra hefði verið að leið-
rétta augljósar prentvillur i handritum —
segja bara frá því i formála — og láta eigin
prentvillur nægja. Prentvillur eru sem
betur fer yfirleitt þannig að enginn vandi
er að lesa rétt úr þeim.
Silja Aðalsteinsdóttir.
í FÓTSPOR JÓNASAR
Lengi hefur Jónas Hallgrimsson verið ást-
sælasta skáld okkar en þó hefur tiltölulega
litið og lauslega verið fjallað um einstök
kvttói hans á prenti. Áreiðanlega finnst
mörgum að kvæði Jónasar séu svo tær og
auðskilin að sist sé þörf á lærdómi til að
T.MM r
417