Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Page 170
Tímarit Má/s og menningar
Var sumum verkalýðsfélögum sem
kommúnistar réðu vikið úr ASI.
Kaflinn er ekki tæmandi yfirlit um
átökin en veitir nokkra yfirsýn. Aðal-
heimild Þórs um margt í þessum kafla var
bók Jóns Rafnssonar I ’or i verum. Jón
Rafnsson var nokkurs konar verkfallsstjóri
KFI og fór víða um landið til að aðstoða
við verkfallsbaráttu og er því frásögn hans
sem sjónarvottar og þátttakanda afar
verðmæt. Bókin var lesin i útvarpinu fvrir
fáum árum. Alþvðuflokksmenn. hinu-
megin í átökunum. hafa borið brigður á
frásögn Jóns, t. d. Þorsteinn Þ. Víglunds-
son um baráttuna í Vestmannaeyjum, eins
og fram kemur i neðanmálsgrein hjá Þór.
Sjötti kafli fjallar um hatramar deilur í
KFI. Heimildarmenn Þórs eru úr hópi
„hægri" manna en ekki „réttlínumanna"
og setur það svip sinn á frásögn Þórs. Af
henni má jafnvel ráða að „réttlínumenn-
irnir" hafi verið harðsvíraðir og vondir
menn en ég er sannfærður um að þeir voru
ákaflega einlægir kommúnistar sem
hvergi vildu hvika. Einmitt þess vegna
gættu þeir ekki að sér og beittu of harka-
legum og óbilgjörnum aðferðum gagn-
vart skoðunum innan flokksins sem þeir
töldu rangar.
Sjöundi kaflinn fjallar um kosninga-
fýlgi kommúnista i örstuttu máli.
I öllum höfuðdráttum er rannsókn
Þórs samviskusamlega unnin og hefi ég
ekki rekist á efnisvillur sem skipta veru-
legu máli. Auðvitað væri ritgerðin um
margt öðruvísi ef marxisti hefði ritað
hana. Lögð væri áhersla á önnur atriði og
sumar niðurstöður máske öðruvisi. Þetta
er slæmt i þeim tilvikum sem einstakar
málsgreinar eru illa rökstuddar eða for-
dómafullar, t. d.: „Þegar öxi Stalins var
reidd til höggs, var enginn maður óhultur
í riki kommúnismans“ (bls. 55). I sjötta
kafla fjallar Þór um dvöl Stefáns Pjeturs-
sonar i Moskvu veturinn 1933 — 4 þar sem
hann neitaði að taka skriftir eins og Þór
orðar það: „Er það með ólikindum, að
honum skvldi auðnast að snúa aftur úr
austurvegi“ (bls. 90). Þá fullyrðir hann:
„Skáldaflugið dapraðist kommúnistum
ekki. en þjóðfélagsgreining þeirra var
vfirleitt slitin úr tengslum við islenzkan
raunveruleika og fræðilega hugsun" (bls.
59). Kaflinn á undan þessari siðustu full-
vrðingu er engan veginn fullnægjandi
röksemd fvrir fullvrðingunni þvi þótt Þór
lýsi stuttlega þjóðfélagsgreiningu komm-
únista vantar hina „réttu" lýsingu til
samanburðar. Á hitt ber svo að lita að
visindalegar þjóðfélagsrannsóknir, t. d.
hagfræðilegar, eru ekkert áhlaupaverk og
allra síst við þær aðstæður sem hin unga
kommúniska hreyfing bjó við á kreppu-
árunum. Þvi skvldi engan undra þótt það
kæmi i ljós að þjóðfélagsgreining stjórn-
málamannanna kommúnisku hefði ekki
alltaf staðist, enda eflaust freistandi að
reyna að lieimfæra erlendar og þegar
gerðar athuganir upp á Island án nægra
rannsókna á aðstæðum hér á landi. Hvort
sliku hefur verið til að dreifa er litið
rannsakað að þvi er ég best veit.
Þór skilur við flokkinn um 1934 og
hefur verið álasað fyrir að „fylgja
flokknum ekki alveg til grafar“, eins og
ritdómari eins dagblaðsins orðaði það.
Raunar er viðskilnaðurinn við sögu
flokksins 1934 stærsta efnistakmörkun
Frambald á bls. 404
424