Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 11
Carlos Fuentes
„Ég mundi gefa líf mitt fyrir mann sem
héldi að hann væri að leita að
sannleikanum, en ég dræpi með ánægju
þann sem teldi sig hafa fundið hann“
Trúlega hefur Mikhail Bakhtin verið mestur kennimeistari á þessari öld um
skáldsöguna, og á sinn hátt er ævi hans sjálfs jafn merkilegt dæmi og rit hans
eru. Honum var ýtt á útkjálka í Ráðstjórnarríkjunum af varðrökkum stal-
ínismans fyrir óréttar hugmyndir sínar, og þegar kom til endurreisingar slíkra
manna á skeiði Bresnjeffs fékk hann ekki heldur að njóta góðs af henni, blátt
áfram vegna þess að hann hafði aldrei verið borinn sökum. Hann varð fórnar-
limur umburðarleysis sem duldi andlitið, pólitísk refsivættur hans var Stalín, en
bókmenntalegt tákn hans var Kafka.
Mál hans hvorki var né er einsdæmi. Mér hefur orðið tíðhugsað til Bakhtins
með Salman Rushdie í huganum núna síðustu vikurnar. Verk Rushdies kemur
fyllilega heim við þá meiningu Bakhtins að öld okkar sé tími þegar mál keppast
hvert við annað. Skáldsagan er hinn löggilti atvöllur þar sem tungumál geta
hlaupizt á til átaka í keppni, og þau færa þangað saman, í spennu og samræðu,
ekki aðeins öndverða persónuleika, heldur einnig ólíkar aldir sögunnar, ólík
stéttalög samfélagsins, siðmenninguna sjálfa og annað það sem djarfar fyrir í
verðandi veruleika mannlífsins. I skáldsögunni geta veruleikafyrirbæri mætzt,
þótt þau komi ekki saman annars staðar, þar getur orðið samræðufundur,
fundur átaka eins við annað.
Þessi leikur er hreint engin staðleysa. Hann dregur hulu af ýmsum hlutum.
Það fyrsta er það, að í samræðu hefur enginn alrétt fyrir sér; hvorugur mæl-
andinn á fyrir alsannindum að ráða, né hefur heldur söguna á fullkomnu valdi
sínu. Eg sjálfur og hinn, sem og sagan sem við erum báðir að búa til, erum ekki
ennþá. Báðum er ólokið, og þeir geta ekki annað en haldið áfram að vera. Með
sjálfu eðli sínu bendir skáldsagan á það, að við erum að verða. Það er ekki um
neina lokalausn að ræða. Ekkert síðasta orð.
Það er þetta sem Milan Kundera á við þegar hann setur það fram að skáld-
sagan sé sí-endurskilgreining einstaklinga sem vandamála sem aldrei verði í
mynd innsiglaðra, lokinna sannyrðinga. Það er nákvæmlega þetta sem ajatollar
þessa heims geta ekki afborið. Fyrir þeim hefur veruleikinn verið skilgreindur
137