Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 11

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Blaðsíða 11
Carlos Fuentes „Ég mundi gefa líf mitt fyrir mann sem héldi að hann væri að leita að sannleikanum, en ég dræpi með ánægju þann sem teldi sig hafa fundið hann“ Trúlega hefur Mikhail Bakhtin verið mestur kennimeistari á þessari öld um skáldsöguna, og á sinn hátt er ævi hans sjálfs jafn merkilegt dæmi og rit hans eru. Honum var ýtt á útkjálka í Ráðstjórnarríkjunum af varðrökkum stal- ínismans fyrir óréttar hugmyndir sínar, og þegar kom til endurreisingar slíkra manna á skeiði Bresnjeffs fékk hann ekki heldur að njóta góðs af henni, blátt áfram vegna þess að hann hafði aldrei verið borinn sökum. Hann varð fórnar- limur umburðarleysis sem duldi andlitið, pólitísk refsivættur hans var Stalín, en bókmenntalegt tákn hans var Kafka. Mál hans hvorki var né er einsdæmi. Mér hefur orðið tíðhugsað til Bakhtins með Salman Rushdie í huganum núna síðustu vikurnar. Verk Rushdies kemur fyllilega heim við þá meiningu Bakhtins að öld okkar sé tími þegar mál keppast hvert við annað. Skáldsagan er hinn löggilti atvöllur þar sem tungumál geta hlaupizt á til átaka í keppni, og þau færa þangað saman, í spennu og samræðu, ekki aðeins öndverða persónuleika, heldur einnig ólíkar aldir sögunnar, ólík stéttalög samfélagsins, siðmenninguna sjálfa og annað það sem djarfar fyrir í verðandi veruleika mannlífsins. I skáldsögunni geta veruleikafyrirbæri mætzt, þótt þau komi ekki saman annars staðar, þar getur orðið samræðufundur, fundur átaka eins við annað. Þessi leikur er hreint engin staðleysa. Hann dregur hulu af ýmsum hlutum. Það fyrsta er það, að í samræðu hefur enginn alrétt fyrir sér; hvorugur mæl- andinn á fyrir alsannindum að ráða, né hefur heldur söguna á fullkomnu valdi sínu. Eg sjálfur og hinn, sem og sagan sem við erum báðir að búa til, erum ekki ennþá. Báðum er ólokið, og þeir geta ekki annað en haldið áfram að vera. Með sjálfu eðli sínu bendir skáldsagan á það, að við erum að verða. Það er ekki um neina lokalausn að ræða. Ekkert síðasta orð. Það er þetta sem Milan Kundera á við þegar hann setur það fram að skáld- sagan sé sí-endurskilgreining einstaklinga sem vandamála sem aldrei verði í mynd innsiglaðra, lokinna sannyrðinga. Það er nákvæmlega þetta sem ajatollar þessa heims geta ekki afborið. Fyrir þeim hefur veruleikinn verið skilgreindur 137
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.