Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 13

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 13
Adrepur tveggja ólokið og hvorttveggja segjanlegt og að nokkru marki skiljanlegt, ef fyrirfram er sagt og skilið, að í skáldskap er sannleikurinn leitin að sannleikan- um, að ekkert er fyrirfram stofnað og fast, og að þekking er ekki nema það sem við báðir, lesari og ritari, getum ímyndað okkur. Það er ekki til önnur leið til þess að kanna, frjálslega og með árangri, möguleikana í ólokinni mannlegri veru okkar. Engin önnur leið til þess að afneita dauða fortíðarinnar, gera hana viðstadda með minninu. Engin önnur leið til þess að gefa framtíðinni líf á raun- hæfan hátt, með því að birta þrá okkar. I sjálfu sér er það í senn farsi og glæpur, að mannsandanum skuli varnað þessa eðlislæga og nauðsynlega athæfis í nafni blindrar en samt alviturrar, hálf- lamaðrar en þó mannbanvænnar dogmutrúar. Salman Rushdie hefur gert sönn- um trúaranda gott með því að ímynda á skínandi hátt þau átakaefni og þau uppfyllingarefni sem trúarandinn færir veraldlega andanum heim. Vissulega getur ekki annað verið en kímni sé fyrir hendi, úr því að ekki er til neitt sam- tímamál sem getur mælt sig fram án skynjunar um tvístrunina og fleirleitnina í því sama tungumáli. A þeim tíma þegar við skildum allt öllsömun, þá gat epík verið til. En ekki uppspunaskáldskapurinn. Skáldsagan er einmitt í heiminn borin af þeirri staðreynd að við skiljum ekki hvert annað lengur, vegna þess að hið heillega og einsleita, rétta og sjálfsagða tungumál hefur liðazt í sundur. Qu- ixote og Sanchó, Shandybræðurnir, Kareninhjónin: skáldsögurnar þeirra eru gaman- (eða alvöru-)-leikir misskilningsefna þeirra. Komdu með heilt tungumál: Þá drepur þú skáldsöguna, en um leið muntu reyndar líka drepa samfélagið. Eftir það sem nú hefur gerzt með Salman Rushdie og Djöfulkunnan kveð- skap vona ég að hver maður skilji þetta. Skáldskapur er ekki spaug. Hann er bara tjáning menningarlegs, persónulegs og andlegs tilbreytilegleika mannkynsins. Skáldskapurinn er boðberi fjölskauta og fjöl-menningarbundinnar veraldar þar sem engin einstök heimspeki, engin einstök trú, engin einstök lausn getur orðið til þess að sú stórkostlega auðlegð sem er menningararfur mannkynsins verði sett niður utangátta og skipti ekki máli. Við eigum framtíð okkar undir því að það sem er annarra kynstofna en okkar og fjöl-menningarlegt að eðli og uppruna fái aukið svigrúm til tjáningar í heimi þar sem miðstöðvar valdsins eru að flytjast til, ýmist að hrörna eða verða til. Það sem Salman Rushdie hefur fært í formbúning er klípa, sem áður hefur reyndar líkamazt, á ýmsum sviðum, á Vesturlöndum í skáldsögum eftir Hern- arus, Mauriac, Camus, ekki síður en í kvikmyndum Bergmans, Fellinis og Bunuels. Klípan er þessi: Getum við snúið okkur við og horfið inn í „það heil- aga“ aftur? Getur trúarlund dafnað þegar hún er úr tengslum við trúarlega kennisetningu og klerkræði? Þessar spurningar lúta að kjarna málsins þegar rætt er um hvaða frelsis-hugmynd sem er, eins og Rannsóknardómarinn Mikli hjá Dostojevskí vissi vel, og þær geta orðið þyngri en hlekkir frelsisins. „Lengi lifi hlekkirnir mínir“ hrópuðu spænsku föðurlandsliðarnir sem Goya málaði, um leið og uppreistarliðarnir frelsendur þeirra, herir Napóleons, voru að strá- 139
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.