Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 18
Tímarit Mdls og menningar skilning á frumtexta og velji lesbrigði í meginmál í samræmi við það, en lætur ónefnt að hugmyndin sjálf um einn frumtexta, einn höfund, skapanda verks er ekki síður rómantísk. EMJ gerir sér að vísu ljóst við hvaða vanda menn eiga að etja við útgáfu Njálu og nefnir réttilega að stafréttar útgáfur helstu handrita séu engar til. Hann ber einnig saman útgáfu EOS á Njáls sögu Möðruvallabókar og KG á Brennu-Njáls sögu Reykjabókar og gefur þeim einkunnir, útgáfa Einars sé „rökstudd blanda" en Konráðs „órökstudd blanda“. I framhaldi af þessu sakar hann okkur um „ótæk“ vinnubrögð; sökum þess að við fylgjum texta Konráðs en sleppum þeim vísum sem aðeins eru í Reykjabók sé texti okkar „blanda úr blöndu". Einkunnir segja oftar en ekki aðeins hálfa sögu og svo er því farið hér. Ut- gáfa EÓS í IF er vönduð og byggir á hans eigin rannsóknum. Hann skiptir handritum Brennu-Njáls sögu í þrjá flokka X, Z og Y og prentar aðaltextann eftir aðalhandriti Y-flokksins, Möðruvallabók (sjá Studia Islandica 13, Skírnir (126), 1952,114-152). Ættartré EÓS er traustara en það sem fylgir útgáfu KG en það breytir ekki því að í útgáfu EÓS er ekki hægt að sjá hvar hann leiðréttir texta Möðruvallabókar. Hann segir sjálfur um hana: „Af því að ég hafði sann- færzt um, að unnt væri að komast að texta, sem stæði nær frumtextanum en texti nokkurs hinna varðveittu handrita gerir, taldi ég ekki verða undan komizt að gera tilraun til þess.“(clv). Og litlu síðar: „Frá Möðruvallabók er vikið orða- laust hér í útgáfunni, ef full vissa þótti fyrir, að frumtexti væri í öðrum hand- ritum, samkvæmt vanalegum reglum . . .“(clvi). Enda þótt val EÓS á lesháttum sé röklegt og byggt á niðurstöðu hans um samband handrita Njálu hlýtur það jafnan að vera huglægt og forsenda hans er sú sama og KG: að einn sé höfundur Njáls sögu og unnt sé að endurgera frum- texta hans. Staðreyndin er, í sem stystu máli, að við áttum milli tveggja prent- aðra texta að velja sem hvor með sínum hætti er huglæg „blanda". Við vildum gefa út Reykjabók eina, til þess vannst ekki tími en að því er stefnt eins og stjórnmálamenn segja. Þar sem texti EÓS er aðgengilegur í mörgum lestrar- og skólaútgáfum en texti KG ekki völdum við hann. Er við slepptum vísum sem Reykjabókartextinn hefur fram yfir önnur handrit og fylgdum á þeim stöðum Möðruvallabók og EÓS í lausamálinu auk smávægilegra breytinga annarra sem við gerðum, sendum við frá okkur enn eina „blönduna“. Það er okkur fullljóst en við erum ekki tilbúin til að samþykkja að það hafi verið „ótæk“ vinnubrögð af þeirri einföldu ástæðu að meðan ekki er unninn stafréttur texti af Njálssögu verða allar útgáfur „blanda". Okkar skoðun er sú að gefa þurfi út stafréttan texta af hverjum handritaflokki um sig. Það er raunar einkennilegt hversu fræðilegar útgáfur á Islendinga sögum eru skammt á veg komnar. Frá lokum síðustu aldar og byrjun þessarar eru til texta- útgáfur sumra sagnanna, en þær þurfa endurskoðunar við: höfuðverk bíða enn eftir huguðum textafræðingum. Auk Njálu vantar t.d. útgáfu af Egils sögu, 144
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.