Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 20

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 20
Tímarit Máls og menningar EMJ er hallur undir niðurröðun Landnámu og vill að sögum sé raðað eftir sögusviði. Hann telur engin „skynsamleg rök fyrir þeirri niðurröðun sagnanna sem höfð er í útgáfunni“(123) og heldur að það gæti vafist fyrir „ýmsum, hvað átt sé við með því að sögunum sé „raðað í stafrófsröð“.“ Honum kemur fyrst í hug að átt sé við niðurröðun eftir upphafi hverrar sögu, á svipaðan hátt og þeg- ar miðaldatextum er raðað eftir upphafslínum þeirra (incipit). Það er vitaskuld einsog hver annar útúrsnúningur enda vefst það ekki fyrir sæmilega skynsömu fólki að finna kvæði í ljóðasafni eða fletta upp í símaskránni. EMJ bendir rétti- lega á að þessir titlar séu ekki frá höfundum sagnanna komnir heldur hafi þeir miklu fremur mótast af langri hefð sem raunar sé stundum „hikandi". En hefð er það nú samt og það vefst hvorki fyrir Bjarna Einarssyni að kalla útgáfu sína „Hallfreðar sögu" né fyrir áhugamanni um vandræðaskáldið að finna sögu hans í útgáfu okkar. Hvað hártoganir EMJ um heitið á sögu Njáls á Bergþórs- hvoli og sona hans varðar má benda honum á að sögunni lýkur í mörgum handritum á þessum orðum: „Og lúkum vér þar Brennu-Njáls sögu.“ EMJ segir að þessi niðurröðun sé hvorki vísindaleg né „frelsun undan ein- hverjum kreddum fræðimanna, þótt ferhyrnings-eygðum tölvualdarmönnum kunni að sýnast svo.“(123) Hér er því til að svara, séum við þessir skjáeygðu tölvualdarmenn, að það stóð aldrei til að niðurröðunin hefði vísindalegt gildi í sjálfu sér eða frelsaði fólk undan kreddum fræðimanna; þar þarf meira til en stafrófið enda þótt við getum verið EMJ sammála um nauðsyn þess að frelsa fólk undan kreddum. Þetta er aðeins, einsog sagði hér að framan, hentug að- ferð og flýtir mjög fyrir þeim sem leitar að ákveðinni sögu. En EMJ vill töfra fram sem flesta úlfalda úr þessari mýflugu: Þessi niðurröðun útgáfunnar er sem sé ekki vísindaleg og hún getur ekki tal- ist hlutlaus heldur: hún býður lesandanum að skoða hverja sögu sér sem ein- angrað fyrirbæri, en það er mjög takmarkaður lestur. (123) Burtséð frá því að við skiljum ekki alveg hvað EMJ á við með „takmörkuðum lestri" þá gleymir hann kortunum sem minnst var á hér að framan og gagnast áhugafólki um samband sagna og staðhátta. Og hann virðist rugla saman orð- unum „niðurröðun" og „lestrarröð" fyrir utan að líta á lesara sem viljalaus verkfæri í höndum þeirra sem senda bækurnar frá sér; nauðung knýr þá til að lesa Bárðar sögu á eftir Bandamanna sögu og Svarfdæla sögu á eftir Reykdæla sögu. Og þá gæti veröldin orðið flókin: sá sem ætlar að lesa Opinberun Jó- hannesar í Biblíunni þyrfti að lesa allt Gamla testamentið fyrst, því næst Nýja testamentið uns hún birtist loksins eftir hartnær 1300 blaðsíður. Það verður með engu móti séð að stafrófsröðin feli í sér fyrirskipun til lesanda um ákveð- inn og einn lestrarhátt; þaðan af síður býr að baki henni lævís hugmyndafræði eða bókmenntaleg þröngsýni; sú eina hugmyndafræði sem lýsir af þessari röð- un er kannski að sögurnar megi lesa og túlka á margvíslegan hátt, og ekki bara 146
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.