Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 40
Tímarit Máls og menningar
verka sinna, án þess að jafnvægi tíma þeirra raskist. Einum rithöfundi tókst
eitthvað svipað mætavel á 19. öldinni, á þeim mannkynssögulega tíma þegar
afmörkun tímans og deiling hans og mikilvægi á flestum sviðum mannlegs
lífs voru að ná úrslitaáhrifum í öllu sem hinn vestræni maður eða Evrópu-
búinn tók sér fyrir hendur eða hugleiddi. Hér á ég við rússneska skáldið
Gontsjarof, sem lét fyrsta tímaskeiðið í verki sínu Oblomov vera „óeðli-
lega“ langt - miðað við önnur. I þessu verki er afar auðsætt hvernig höf-
undur gerir sér grein fyrir hinum margvíslega „tíma“ í gerð verks síns, ekki
aðeins fyrir tíma atburðarásarinnar heldur leikur hann sér að hinum marg-
víslega tíma innan þess, uns hann nær jafnvægi sjálfs skáldsöguformsins
með því að þétta bæði hrynjandi textans og atburðina í sögurásinni eða
söguþræðinum í lokaatriðum skáldsögunnar. Þetta gerir hann í bland og í
samræmi við sögulega tímann, þann sem verkið gerist á, og eðli eða tíma-
skyn höfuðpersónunnar. Oblomov hefur mjög „gloppótt“ tímaskyn enda
er hann það sem er kallað munaðarseggur eða letingi. Auk þess gerir höf-
undurinn hann að tímaskekkju í samfélaginu, kyrrstæðu samfélagi sem er
þó að því komið að fara af stað inn í hraðan tíma iðnvæðingar. Hinn kyrr-
stæði tími hefðanna, þess rótgróna, er að hverfa ofan í glatkistuna, síhreyf-
ing samfélagsins er að taka við með endalausri óvissu sinni, þ.e. það sem
við köllum nútíma. Skáldsagan er þess vegna margvíslegur leikur að tíma:
þeim tíma sem hún gerist á, tímaskyni Oblomovs og sjálfum „tímanum" í
gerð verksins sem líður eftir þeim söguþræði eða línunni sem ég hef reynt
að draga upp og skilgreina.
Að sjálfsögðu var skáldsagan Oblomov talin vera á sínum tíma og lengur
„gallað verk“ með þeim rökum að höfundurinn hefði ekki ráðið allskostar
við skáldsöguformið (eins og það væri eitt, afmarkað og ákveðið - kannski
óhagganlegt?). Að sjálfsögðu er þetta rétt, en það er aðeins rétt frá ákveðn-
um sjónarhóli; frá sjónarhóli sjálfstæðrar, eiginlegrar gerðar verksins er
þetta auðvitað alrangt. Þess vegna verðum við, ef við ætlum að skilja og
komast að eðli listaverks, að sjá það í ljósi síns eigin „tíma“ fremur en að
líta á það samkvæmt skoðunum samtímans.
Annað prýðilegt dæmi um hvernig listamaður býr til „tímablöndu“ er
hægt að heyra í 9. sinfóníu Beethovens. I henni skín einn tími gegnum ann-
an, eins og þegar listmálari lætur grisja í grunnlitinn eða aðra liti gegnum lit
eða liti sem þekja hann. Þetta er svolítið í ætt við það þegar ljósmynda-
tæknin fann upp ráð til að „taka ofan í“ filmuna þannig að við framköllun
varð til nokkurs konar „draugatími" eða reimleikar, enda héldu ýmsir
frómir menn að á slíkri mynd sæjust andar úr öðrum heimi og þeir væru
ljóslifandi merki um líf eftir dauðann, sem myndin bæri með sér, enda not-
166