Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 40

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 40
Tímarit Máls og menningar verka sinna, án þess að jafnvægi tíma þeirra raskist. Einum rithöfundi tókst eitthvað svipað mætavel á 19. öldinni, á þeim mannkynssögulega tíma þegar afmörkun tímans og deiling hans og mikilvægi á flestum sviðum mannlegs lífs voru að ná úrslitaáhrifum í öllu sem hinn vestræni maður eða Evrópu- búinn tók sér fyrir hendur eða hugleiddi. Hér á ég við rússneska skáldið Gontsjarof, sem lét fyrsta tímaskeiðið í verki sínu Oblomov vera „óeðli- lega“ langt - miðað við önnur. I þessu verki er afar auðsætt hvernig höf- undur gerir sér grein fyrir hinum margvíslega „tíma“ í gerð verks síns, ekki aðeins fyrir tíma atburðarásarinnar heldur leikur hann sér að hinum marg- víslega tíma innan þess, uns hann nær jafnvægi sjálfs skáldsöguformsins með því að þétta bæði hrynjandi textans og atburðina í sögurásinni eða söguþræðinum í lokaatriðum skáldsögunnar. Þetta gerir hann í bland og í samræmi við sögulega tímann, þann sem verkið gerist á, og eðli eða tíma- skyn höfuðpersónunnar. Oblomov hefur mjög „gloppótt“ tímaskyn enda er hann það sem er kallað munaðarseggur eða letingi. Auk þess gerir höf- undurinn hann að tímaskekkju í samfélaginu, kyrrstæðu samfélagi sem er þó að því komið að fara af stað inn í hraðan tíma iðnvæðingar. Hinn kyrr- stæði tími hefðanna, þess rótgróna, er að hverfa ofan í glatkistuna, síhreyf- ing samfélagsins er að taka við með endalausri óvissu sinni, þ.e. það sem við köllum nútíma. Skáldsagan er þess vegna margvíslegur leikur að tíma: þeim tíma sem hún gerist á, tímaskyni Oblomovs og sjálfum „tímanum" í gerð verksins sem líður eftir þeim söguþræði eða línunni sem ég hef reynt að draga upp og skilgreina. Að sjálfsögðu var skáldsagan Oblomov talin vera á sínum tíma og lengur „gallað verk“ með þeim rökum að höfundurinn hefði ekki ráðið allskostar við skáldsöguformið (eins og það væri eitt, afmarkað og ákveðið - kannski óhagganlegt?). Að sjálfsögðu er þetta rétt, en það er aðeins rétt frá ákveðn- um sjónarhóli; frá sjónarhóli sjálfstæðrar, eiginlegrar gerðar verksins er þetta auðvitað alrangt. Þess vegna verðum við, ef við ætlum að skilja og komast að eðli listaverks, að sjá það í ljósi síns eigin „tíma“ fremur en að líta á það samkvæmt skoðunum samtímans. Annað prýðilegt dæmi um hvernig listamaður býr til „tímablöndu“ er hægt að heyra í 9. sinfóníu Beethovens. I henni skín einn tími gegnum ann- an, eins og þegar listmálari lætur grisja í grunnlitinn eða aðra liti gegnum lit eða liti sem þekja hann. Þetta er svolítið í ætt við það þegar ljósmynda- tæknin fann upp ráð til að „taka ofan í“ filmuna þannig að við framköllun varð til nokkurs konar „draugatími" eða reimleikar, enda héldu ýmsir frómir menn að á slíkri mynd sæjust andar úr öðrum heimi og þeir væru ljóslifandi merki um líf eftir dauðann, sem myndin bæri með sér, enda not- 166
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.