Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Side 69
Orðin og efinn
I því kastaði hann upp á dekkið til okkar handfyllum af frosnum orðum, lík-
ustum marglitum perlulaga sykurkúlum. Við sáum þarna gróf orð, græn orð,
himinblá orð, sandlit orð og gyllt. Þegar við hituðum þau í lófum okkar
bráðnuðu þau sem snjór, og þá gátum við raunverulega heyrt þau; en við
skildum þau ekki, því þetta var villimannamál.4
Þetta er í þriðja hluta sögunnar Pantagrúel eftir Frakkann Rabelais, sem
birtist 1552. I sama verki má finna „konkret“ ljóð, óðinn til flöskunnar sem
upp er settur með þeim hætti að prentflöturinn tekur á sig mynd flösku.
Þetta er margra alda gamalt dæmi um skáldverk „sem bendir á sjálft sig“,
einsog oft er sagt um módernísk verk, texta sem veit af sér sem tilbúningi.
Efinn um mátt orðanna, að skáldið geti sagt hug sinn, samhliða atlög-
unni að hefðbundnu formi, hefur skotið upp kollinum hvað eftir annað í
bókmenntasögunni:
því enginn getur nokkurn tíma mælt nákvæmlega þarfir sínar, hugsanir eða
þjáningar, og orð mannanna eru eins og brotinn ketill, sem við berjum á lög
sem duga til að láta birni dansa, þegar við viljum ná til stjarnanna.5
Svo segir í þeirri bók sem Roland Barthes taldi marka upphaf nútímaskáld-
sögunnar og fráhvarfs frá realismanum, Madame Bovary (1856) eftir
franska skáldið Flaubert. En sérstaða verksins miðað við skáldsögur for-
verans Balzacs fólst ekki bara í hugleiðingum sem þessum, sem lagðar eru í
huga einnar persónunnar (Rodolphe), í formrænni efahyggju og sterkri
meðvitund um stíl og rithátt. Sérstaða þessarar sögu felst líka í magnaðri
lýsingu á þrá sem er, þegar allt kemur til alls, ekki þrá eftir neinu áþreifan-
legu, heldur þrá eftir þrá:
Annars var ekkert þess virði að sækjast eftir því; allt brást! Að baki hverju
brosi bjó leiðageispi, bak við hverja gleði leyndist bölvun, viðbjóður bak við
hverja skemmtun, og jafnvel bestu kossar skildu ekki annað eftir á vörunum
en óuppfyllanlega löngun í ennþá meiri nautn. (sama rit, bls. 357)
I verkinu er rammi raunsæissögunnar ekki sprengdur, en þar er hafin sú at-
laga að forsendum realismans sem markar upphaf nútímabókmennta. Ffún
fólst ekki hvað síst í því að þráin eftir „veruleika“ hverfur, verður að þrá
eftir einhverju óhöndlanlegu, að markmiði í sjálfu sér, og birtir um leið
firringu sjálfs frá umheimi. Þannig nærist ástin á fjarlægðinni í heillandi
sögu Hamsuns um Viktoríu (1898), sá blær sjálfspínu sem hvílir yfir verk-
inu stafar ekki hvað síst af því að aðalpersónan er ástfangin af ástarsorginni.
Eins var með hungrið sem Hamsun lýsi í Sulti (1890), einu þeirra verka
sem ég tek sem dæmi um aldamótamódernisma, það varð ekki satt með
steik eða vínirbrauði. Vissulega er hægt að finna dæmi um ofangreindan
195