Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 69
Orðin og efinn I því kastaði hann upp á dekkið til okkar handfyllum af frosnum orðum, lík- ustum marglitum perlulaga sykurkúlum. Við sáum þarna gróf orð, græn orð, himinblá orð, sandlit orð og gyllt. Þegar við hituðum þau í lófum okkar bráðnuðu þau sem snjór, og þá gátum við raunverulega heyrt þau; en við skildum þau ekki, því þetta var villimannamál.4 Þetta er í þriðja hluta sögunnar Pantagrúel eftir Frakkann Rabelais, sem birtist 1552. I sama verki má finna „konkret“ ljóð, óðinn til flöskunnar sem upp er settur með þeim hætti að prentflöturinn tekur á sig mynd flösku. Þetta er margra alda gamalt dæmi um skáldverk „sem bendir á sjálft sig“, einsog oft er sagt um módernísk verk, texta sem veit af sér sem tilbúningi. Efinn um mátt orðanna, að skáldið geti sagt hug sinn, samhliða atlög- unni að hefðbundnu formi, hefur skotið upp kollinum hvað eftir annað í bókmenntasögunni: því enginn getur nokkurn tíma mælt nákvæmlega þarfir sínar, hugsanir eða þjáningar, og orð mannanna eru eins og brotinn ketill, sem við berjum á lög sem duga til að láta birni dansa, þegar við viljum ná til stjarnanna.5 Svo segir í þeirri bók sem Roland Barthes taldi marka upphaf nútímaskáld- sögunnar og fráhvarfs frá realismanum, Madame Bovary (1856) eftir franska skáldið Flaubert. En sérstaða verksins miðað við skáldsögur for- verans Balzacs fólst ekki bara í hugleiðingum sem þessum, sem lagðar eru í huga einnar persónunnar (Rodolphe), í formrænni efahyggju og sterkri meðvitund um stíl og rithátt. Sérstaða þessarar sögu felst líka í magnaðri lýsingu á þrá sem er, þegar allt kemur til alls, ekki þrá eftir neinu áþreifan- legu, heldur þrá eftir þrá: Annars var ekkert þess virði að sækjast eftir því; allt brást! Að baki hverju brosi bjó leiðageispi, bak við hverja gleði leyndist bölvun, viðbjóður bak við hverja skemmtun, og jafnvel bestu kossar skildu ekki annað eftir á vörunum en óuppfyllanlega löngun í ennþá meiri nautn. (sama rit, bls. 357) I verkinu er rammi raunsæissögunnar ekki sprengdur, en þar er hafin sú at- laga að forsendum realismans sem markar upphaf nútímabókmennta. Ffún fólst ekki hvað síst í því að þráin eftir „veruleika“ hverfur, verður að þrá eftir einhverju óhöndlanlegu, að markmiði í sjálfu sér, og birtir um leið firringu sjálfs frá umheimi. Þannig nærist ástin á fjarlægðinni í heillandi sögu Hamsuns um Viktoríu (1898), sá blær sjálfspínu sem hvílir yfir verk- inu stafar ekki hvað síst af því að aðalpersónan er ástfangin af ástarsorginni. Eins var með hungrið sem Hamsun lýsi í Sulti (1890), einu þeirra verka sem ég tek sem dæmi um aldamótamódernisma, það varð ekki satt með steik eða vínirbrauði. Vissulega er hægt að finna dæmi um ofangreindan 195
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.