Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 71

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 71
Orðin og efinn og klókur á mælikvarða þeirrar stéttar sem koma skyldi. Eg held við rek- umst á nútímamanninn í þessum skilningi í borgarsamfélögum allra tíma. Það er líka rétt sem Sveinn Skorri gefur til kynna, að það er ákaflega erfitt að ætla sér að segja eitthvað vitrænt um hvernig sálar- og tilfinningalíf mannskepnunnar hefur breyst í aldanna rás. Það sem hefur breyst, og það sem við getum rætt um í þessu sambandi, er hvernig maðurinn kemur orð- um að því, hvort sem það er í bókmenntum eða fræðum. I bók sinni um Is- lendingasögur bendir Steblin-Kamenskij á að rómantískar tilfinningar voru auðvitað til á ritunartíma þeirra. En: „Ekki aðeins voru rómantískar til- finningar taldar óalandi í frásögu, heldur skorti beinlínis hæf orð til að lýsa þeim. Ast í rómantískum skilningi var nánar til tekið hugtak, sem var í burðarliðnum á þeim tíma sem Islendingasögur voru skráðar."9 Það hugtak sem með svipuðum hætti má segja að hafi verið í burðarliðnum um alda- mótin, og tengist nútímamanninum í þeim skilningi sem orðið er notað í bók minni, er dulvitundin (sem þó hefur verið til frá öndverðu). Það er ekki öðru fremur efinn um orðin, heldur efinn um sjálfsvitundina sem ber uppi svo mörg verk aldamótamódernismans; honum fylgir linnulaus könn- un endimarka vitundar og atlaga að hinu rökræna, vísvitaða og skynsam- lega sjálfi, þessum sjálfumglaða verði sem bægir skrímslum dulvitundar frá dyrum meðvitundar. Stærst þeirra skrímsla var ímynd konunnar, enda nærist dulvitundin á bælingu kynlífsins, að sögn Freuds. Og ógnvekjandi ímynd hennar er sérlega plássfrek í verkum aldamótamódernismans. I verkum aldamótaskáldanna evrópsku er líka oft að finna afstæðis- eða efahyggju í siðferðilegum efnum. Og ef við spyrjum hvers konar skepna nútímamaðurinn sé, hljótum við að viðurkenna að hann sé skepna. Hetjan í Sulti er oft sérlega illskeytt við náunga sína, og framkoma Steins Elliða við Diljá og sína nánustu er oftar en ekki skepnuleg. Enda hafði einn mikil- vægasti forveri aldamótamódernismans, Nietzsche, sett sér það markmið að losa sjálfsveru mannsins úr gamalgrónu siðferðishafti. Þannig held ég að við verðum að nálgast upphaf módernismans meðal annars á grundvelli hugmyndasögu. Sá módernismaskilningur sem hefur „formræna efahyggju" sem upphaf sitt og endi, verður í mínum huga alltof fátæklegur. Módernisminn er atlaga að realismanum í margþættum skiln- ingi: Með honum þokast hversdagslífið úr þeirri þýðingarmiklu stöðu sem það hafði í raunsæissögum rúmri öld fyrr, nú er firring þess til umræðu; trúin á gildi einstaklingsins verður fyrir skakkaföllum og samhliða því breytist öll persónusköpun, útlínur persóna verða óskýrar og söguhetjur jafnvel án nafns; trúin á röklega framvindu sögunnar sem var svo sterk á 19. öld verður líka að láta í minni pokann með margvíslegum afleiðingum fyrir fléttu skáldsagna; skynsemishyggja og vísindatrú eiga ekki lengur upp á 197
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.