Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 72
Tímarit Máls og menningar
pallborðið og módernísk verk sækja skýringar sínar, kenniliði myndhverf-
inga sinna10, fremur í fornar goðsögur en pósitífisma, grípa til táknsæis að
nýju jafnvel þótt goðsögurnar séu allar í molum og táknin misræð.
Ut frá sama mælikvarða getum við líka séð hvernig módernisminn hefur
þokast úr sagnagerð síðari ára og skilur þó eftir sig margvísleg spor, en það
er önnur saga. Þemagreining getur hjálpað okkur til að skilja margvíslegar
hliðar módernismans, skoða þróun hans og breytingar. „Formræn efa-
hyggja“ skipti Joyce meira máli en Kafka, skáldsögur þess fyrrnefnda eru
miklu nýstárlegri í formi en verk hins síðarnefnda, svo dæmi sé tekið.
Módernisminn eftir seinna stríð er öðru vísi en módernismi áranna milli
stríða. Engin ástæða er til að undanskilja sífellt sögulegar forsendur þessa
seinni módernisma og absúrdisma: Stríðið, útrýmingarbúðirnar, kjarn-
orkusprengjuna og þó umfram allt ömurlega hugmyndafátækt og einstefnu
kalda stríðsins. I París eftirstríðsáranna áttu nútímaskáldin samleið með
svörtum útlögum djassins, sem léku sína tæru snilld á óguðlegum hraða: í
nútímalistinni átti frjáls hugsun athvarf, því hún gat leyft sér að vera órök-
leg og óskynsamleg á mælikvarða ríkjandi hugsunar. Vitanlega birtist í
Tómasi Jónssyni eða fyrstu verkum Thors Vilhjálmssonar allt annars konar
módernismi en í Vefaranum mikla, þessi verk eru sprottin úr allt öðrum
jarðvegi, eru viðbrögð við allt öðrum veruleika.
Bókmenntasöguleg umfjöllun verður að rísa undir nafni, verður að vera
söguleg, sleppur ekki í skjóli skilgreininga undan umfjöllun um yrkisefni
og inntak. Það er mikil blessun fyrir bókmenntirnar að losna undan ofur-
valdi pólitískra fyrirmæla, en það er engin ástæða til að forðast samfélag og
sögu einsog heitan eldinn í bókmenntasögulegri umfjöllun af þeim sökum.
Hafi menn sagt að tiltekin módernísk verk einkennist af því að táknmynd-
irnar losni frá táknmiðunum, fari á eitthvert óskilgreint flot, hafa þeir ekki
sagt neitt meira um verkin en að þau séu illskiljanleg á mælikvarða raun-
sæis. Það þarf að sýna nákvæmlega fram á hvernig þetta gerist til að lesandi
verði einhverju nær. Og eftir sem áður væri bara um lýsingu að ræða, fyrr
eða síðar kæmi að spurningunni um skýringar. Mér finnst rétt að leita
þeirra í samfélagi og sögu, þótt það hvarfli ekki að mér að innsti kjarni
skáldskapar verði þar með skýrður til fulls. Og góðar skýringar verða líka
að tengjast formsköpun verksins. En almennur rammi boðskipta- og tákn-
fræði er alltof víður fyrir einstök verk, þau hringla bara í honum. Þetta er
einsog að setja eina niðursuðudós í stóran gám og ætla sér svo að ráða í
innihald dósarinnar með því að lýsa gámnum.
Svo ég haldi aðeins áfram með þennan þráð: Það er hægur vandinn nú-
orðið að skrifa bókmenntaritgerð sem í raun er ekki annað en endursögn á
franska sálfræðingnum Lacan með smáviðbót frá bókmenntafræðingnum
198