Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 90

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Page 90
Tímarit Máls og menningar Þó að í þessum kveðskap sé töluvert um myndhverft tungutak er líkinga- málið af öðrum toga en í hinum frönsku gamansögum; skrauthvörf um leyndarlimu vantar t. d. alveg.27 En þegar kemur fram á 14. öld má sjá í sögum orðfæri og frásagnarminni sem einkum tíðkast ífabliaux, en algengt er það ekki. Ég vil minna hér á lýsingu Grettis sögu, þegar Grettir hefur synt í land úr Drangey og liggur allsnakinn uppi í bæli. Þá er griðkonan sér hann, hlær hún við og undrast hve „lítt hann er vaxinn niður og fer þetta eigi eftir gildleika hans öðrum“ (Grettis saga, lslendinga sögur II, 1069).28 Einmitt þessi viðbrögð líkjast mjög atferli persóna í frönsku gamansögun- um og er bending um að menn eru farnir að hafa orð á skemmtunarleikjum í bókmenntunum. Það kom ekki svo berlega í ljós í eldri sögum. Oftar var mönnum þar brugðið um afbrigðilega kynhneigð: nægir að minna á orð Flosa og Skarphéðins á þingi, tilsvör úr Olkofraþætti og brigsl Lokasennu. Möttuls saga var fyrsta franska gamansagan sem norrænuð var. Hún er talin vera þýdd í tíð Hákonar gamla. Handrit sögunnar eru hins vegar öll íslensk. Möttuls saga hefur nær ekkert af þeim orðaforða sem einkennir fabliaux og er laus við skrauthvörf. Sagan verður þó að teljast til þeirrar bókmenntagreinar, enda þótt sumir fræðimenn vilji flokka hana með lai, sem kunnastar eru hér á landi úr Strengleikum. Efni sögunnar höfðar til aðalsmanna og heldra fólks og þeirra vandamála sem hrjá veisluglaðan lýð. Sagan hefur verið stytt í þýðingu; ýmsum atriðum hefur verið breytt. En konurnar í Möttuls sögu eiga að vera hluti af ímynd riddarans; þær eru réttmæt eign hans: tryggð þeirra er sannreynd og prófuð um leið og sýnt er fram á mannkosti riddarans sjálfs. Kvendygðirnar eru partur af sömu eigin- leikum elskhuga þeirra, riddaranna. Möttuls saga og kannski ekki síður afsprengi hennar, Skikkjurímur, er sönnun fyrir því að franskar fabliaux hafi borist til landsins ekki síðar en á 14. öld. En fleiri sögur hafa ekki verið þýddar á miðöldum svo að vitað sé. Nú er ekki kunnugt um hvort menn á 14. öld hafi verið siðavandari en á fyrri tímum. Fyrir liggja engar traustar heimildir um afstöðu manna til kynlífs og samskipta kynjanna. En það er óneitanlega undarlegt að ekki skuli fleiri franskar gamansögur finnast og sú spurning vaknar hvort þær hafi þá þegar orðið eins konar neðanjarðarbókmenntir eða eingöngu geng- ið í munnmælum. Það er hins vegar ljóst af tveimur sögum að íslenskir sagnamenn hafa kunnað að notfæra sér efni úr frönskum fabliaux, en á mjög sérstæðan hátt og verður nú ekki nákvæmlega séð hvernig áhrifin hafa borist. Onnur þess- ara sagna er Bósa saga og Herrauðs, hin er Sigurðar saga turnara. Margaret Schlauch benti á fyrir meira en hálfri öld, að í síðarnefndu sögunni kæmu 216
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.