Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Síða 106
Tímarit Máls og menningar
Svo varð hann heimsfrægur. Og núna stóð þessi heimsfrægi maður í
mjóum ljósgeisla í salnum, þar sem hann sté sín fyrstu, hálfhlédrægu
spor fram á orrustuvöll frægðar og lýðhylli.
Og hann hóf leik sinn; þetta var sónata fyrir einleiksfiðlu eftir
Bach. Hann lagði bogann á strengina, þandi strengina og tónarnir
bárust fram í rökkvaðan salinn. Hann hafði líka leikið einleikssón-
ötu eftir Bach á fyrstu tónleikunum - þá þriðju; - núna var það sú
fyrsta. Þá var sagt í einu blaðinu, að leikur þessa unga fiðluleikara
minnti á vorlæk í leysingum, perlutæran, óbeislaðan vorlæk. Og sagt
var, að hann hefði það á valdi sínu, sem fáir hafa: hann gæti lífgað
þreytt og hálfdauð tónverk við og spilað einsog nýja, stórkostlega
uppgötvun. Eg man þetta, einsog það hafi gerst í gær. Já, hann spil-
aði allt einsog nýja, stórkostlega uppgötvun.
En hvernig spilaði hann núna? Hann fyllti vel út í kjólfötin, það
fór ekki á milli mála. En var hann þreyttur? Mér fannst ég hafa
heyrt þetta verk svo oft núna, þetta adagíó, þessa fúgu. Hafði ég
heyrt verkið of oft? Eða spilaði hann það öðruvísi núna? Eða spilaði
hann einsog áður? Var ég farinn að þekkja leikstílinn of vel? Nei, ég
var örugglega ekki farinn að þekkja leikstílinn of vel; ég hafði ekki
heyrt leik hans svo oft, hann kom svo sjaldan. Hann hlaut þessvegna
að vera þreyttur, það skorti safann, skorti áræðið, skorti leikgleðina.
Ekki skorti hinsvegar á fagnaðarlætin, þegar verkinu lauk: hann
hneigði sig tvisvar, einu sinni til hvorrar hliðar, svo hélt hann áfram
að spila. Hann spilaði einleikssónötu eftir Ysaýe, frekar fáheyrt verk
og lítið spilað. Þetta var öruggur leikur; hann fór létt með tækni-
kúnstirnar, alla fingurbrjótana: fingur hans voru ennþá sömu töfra-
sprotarnir og áður, það fór ekki á milli mála: töfrasprotar, sem
seiddu fram tóna úr gömlu, rispuðu og marglökkuðu hljóðfæri.
I hléinu gekk fólkið fram í anddyrið og keypti sér freyðivín að
drekka og talaði um tónleikana eða eitthvað annað; sami blendings-
kliðurinn og áður barst bakvið sviðið. Eg tók hinsvegar eftir því að
hann var hálfórólegur; hann lagði fiðluna við eyrað, fitlaði við
strengina, lagði fiðluna frá sér aftur og seildist eftir vasapela í fiðlu-
töskuna og saup tvisvar úr honum.
Það hafði hann aldrei gert áður, svo ég sæi.
232