Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 106

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1989, Qupperneq 106
Tímarit Máls og menningar Svo varð hann heimsfrægur. Og núna stóð þessi heimsfrægi maður í mjóum ljósgeisla í salnum, þar sem hann sté sín fyrstu, hálfhlédrægu spor fram á orrustuvöll frægðar og lýðhylli. Og hann hóf leik sinn; þetta var sónata fyrir einleiksfiðlu eftir Bach. Hann lagði bogann á strengina, þandi strengina og tónarnir bárust fram í rökkvaðan salinn. Hann hafði líka leikið einleikssón- ötu eftir Bach á fyrstu tónleikunum - þá þriðju; - núna var það sú fyrsta. Þá var sagt í einu blaðinu, að leikur þessa unga fiðluleikara minnti á vorlæk í leysingum, perlutæran, óbeislaðan vorlæk. Og sagt var, að hann hefði það á valdi sínu, sem fáir hafa: hann gæti lífgað þreytt og hálfdauð tónverk við og spilað einsog nýja, stórkostlega uppgötvun. Eg man þetta, einsog það hafi gerst í gær. Já, hann spil- aði allt einsog nýja, stórkostlega uppgötvun. En hvernig spilaði hann núna? Hann fyllti vel út í kjólfötin, það fór ekki á milli mála. En var hann þreyttur? Mér fannst ég hafa heyrt þetta verk svo oft núna, þetta adagíó, þessa fúgu. Hafði ég heyrt verkið of oft? Eða spilaði hann það öðruvísi núna? Eða spilaði hann einsog áður? Var ég farinn að þekkja leikstílinn of vel? Nei, ég var örugglega ekki farinn að þekkja leikstílinn of vel; ég hafði ekki heyrt leik hans svo oft, hann kom svo sjaldan. Hann hlaut þessvegna að vera þreyttur, það skorti safann, skorti áræðið, skorti leikgleðina. Ekki skorti hinsvegar á fagnaðarlætin, þegar verkinu lauk: hann hneigði sig tvisvar, einu sinni til hvorrar hliðar, svo hélt hann áfram að spila. Hann spilaði einleikssónötu eftir Ysaýe, frekar fáheyrt verk og lítið spilað. Þetta var öruggur leikur; hann fór létt með tækni- kúnstirnar, alla fingurbrjótana: fingur hans voru ennþá sömu töfra- sprotarnir og áður, það fór ekki á milli mála: töfrasprotar, sem seiddu fram tóna úr gömlu, rispuðu og marglökkuðu hljóðfæri. I hléinu gekk fólkið fram í anddyrið og keypti sér freyðivín að drekka og talaði um tónleikana eða eitthvað annað; sami blendings- kliðurinn og áður barst bakvið sviðið. Eg tók hinsvegar eftir því að hann var hálfórólegur; hann lagði fiðluna við eyrað, fitlaði við strengina, lagði fiðluna frá sér aftur og seildist eftir vasapela í fiðlu- töskuna og saup tvisvar úr honum. Það hafði hann aldrei gert áður, svo ég sæi. 232
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.