Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 5

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 5
Ádrep ur Ástráður Eysteinsson Á tali Til varnar málefnalegri gagnrýni Að gefnu tilefni ætla ég að hnýta hér nokkrum orðum við rannsóknir mínar á módernisma í bókmenntum. Þær hófust árið 1980 og hafa hvað íslenskar bók- menntir varðar einkum snúist um módernisma í sagnagerð. Nokkrir þættir þessara rannsókna hafa birst í greinaformi í Tímariti Máls og menningar á liðn- um árum en stærsta greinin þó í Skírni á síðasta ári og er það einkum í fram- haldi af þeirri grein sem þetta greinarkorn er skrifað.1 „Módernismi“ hefur orðið einskonar lykilhugtak fyrir skilning á eðli nú- tímabókmennta og hlut nýsköpunar og tilrauna innan þeirra. Módernískar bókmenntir hafa verið mjög umdeildar og það hefur hugtakið „módernismi“ einnig verið og er afar misjafnt hvernig því er beitt við túlkun bókmennta og í bókmenntasögu. Eitt af því sem mér finnst athyglisvert við módernisma í íslenskum bók- menntum er hversu skrykkjótt saga hans er. Hann berst hingað snemma í ein- stökum ljóðum og prósaverkum en festir ekki rætur fyrr en löngu síðar, um miðja öld í ljóðagerð (og að sumu leyti einnig í smásagnaritun) en ekki fyrr en upp úr miðjum sjöunda áratugnum í skáldsagnagerð. Hér má því tala um tvenns konar „upphaf". Því hefur oft verið haldið fram að með Bréfi til Láru (1924) eftir Þórberg Þórðarson og Vefaranum mikla frá Kasmír (1927) eftir Halldór Laxness verði tímamót í íslenskri prósaritun; þannig fjallar t.d. Helena Kadecková um þessar bækur sem „upphafsverk" íslenskra nútímabókmennta. Um samfellt skeið módernisma í íslenskri skáldsagnagerð er hinsvegar ekki að ræða fyrr en upp úr miðjum sjöunda áratugnum og hafa ýmsir bent á Tómas Jónsson metsólubók sem upphafsverk þeirrar bylgju. Þessa „tímaskekkju“ ræði ég í áðurnefndri Skírnisgrein og af henni er hið tvívísandi heiti greinarinnar dregið: „Fyrsta nútímaskáldsagan og módernism- inn“. Fjalla ég þar um ofangreind þrjú prósaverk og greini hvernig Tómas Jóns- son tekur að mörgu leyti upp þráðinn frá hinum eldri verkum en verður jafn- framt til þess að festa í sessi nýtt viðmið, en það er mikilvægt hugtak varðandi bókmenntasögulega hlið greinar minnar. 267
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.