Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 20
Tímarit Máls og menningar
6. Um stöðu Pórbergs á því skeiði, sem er mjög sérstök, fjalla ég í grein minni:
„Baráttan gegn veruleikanum" sem birtast mun í hausthefti Skírnis 1989.
7. Þessi stutta umfjöllun um stórt mál getur ekki verið annað en ágripskennd.
Hvað varðar frekari viðhorf mín til bókmenntasögu vísa ég til greinarinnar „Að
raða brotum: Stutt hugleiðing um bókmenntasögu“ í Véfréttir (sagðar Vésteini
Olasyni fimmtugum 14. febrúar 1989), Svavar Sigmundsson annaðist útgáfuna,
Reykjavík 1989, bls. 7-12, og greinarinnar „Af annarlegum tungum“ sem væntanleg
er í Andvara 1989.
8. Af íslenskum fræðiritgerðum þar sem stuðst er við kenningar Kristevu má nefna
„Dæmd til að hrekjast" eftir Helgu Kress í TMM, 1. h. 1988, „ég vissi varla hvar“
eftir Garðar Baldvinsson í Arsriti Torfhildar 1988, „Fossafans" eftir Soffíu Auði
Birgisdóttur í Morgunblaðinu 25. okt. og 1. nóv. 1987 og „Stabat Mater dolorosa"
eftir Dagnýju Kristjánsdóttur í Andvara 1988. Ur orðalagi Halldórs Guðmunds-
sonar má jafnvel lesa vísun til greinar Helgu Kress í Morgunblaðinu 8. maí 1987:
„Líkami móðurinnar og lögmál föðurins. Um kenningar táknfræðingsins Juliu
Kristevu í ljósi nokkurra dæma úr íslenskum bókmenntum".
9. Á bls. 282-3 (sbr. einnig aftanmálsgreinar 14, 15 og 16, bls. 314).
10. Þessi orð er að finna undir mynd af Reykjavík á bls. 31 í „Loksins, loksins“ og
er hún sögð tekin „um það leyti sem Vefarinn mikli kom út“. Á myndinni eru hins-
vegar yngri hús en að svo megi vera og er myndin tekin eftir 1935. Eitt helsta kenni-
leiti myndarinnar er raunar Þjóðleikhúsið, sem blasir við fullkarað, a.m.k. að utan.
Má það merkilegt heita að fræðimaður sem leggur svo mikla áherslu á sögulegt
samhengi skuli ekki átta sig á því að það var ekki einu sinni farið að byggja Þjóð-
leikhúsið þegar Vefarinn kom út.