Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 29
Sigríbur Rögnvaldsdóttir
Brotin heimsmynd
Um sýnd og reynd í Islenzkum aðli og Ofvitanum'
En stytztu leiðirnar eru ekki alltaf skemmtileg-
astar. Hvers virði væri lífið, ef við skunduðum
gegnum það krókaleiðalaust og forsmáðum alla
Kolviðarhólana í grennd við veginn?
Islenzkur aðall, bls. 141.
Bækurnar Islenzkur aðall og Ofvitinn eftir Þórberg Þórðarson hafa verið
kallaðar brot úr sjálfsævisögu hans, enda er hann aðalpersóna þeirra beggja.
Þetta gildir reyndar um fleiri verk Þórbergs, en þessar tvær bækur eiga það
meðal annars sameiginlegt að þar segir hann frá sama tímabilinu í lífi sínu,
arunum 1909-1913 þegar hann var rúmlega tvítugur. Auk þess eru þær
skrifaðar með stuttu millibili, frumútgáfa þeirrar fyrrnefndu er frá árinu
1938 en sú síðarnefnda kom fyrst út í tveimur bindum á árunum 1940 og
1941. En þrátt fyrir að þessi verk fjalli um ævi höfundarins, segi frá raun-
verulegum atburðum, fólki og stöðum, eru þau langt frá því að vera hefð-
bundnar sjálfsævisögur eða endurminningar. „Mínar bækur eru yfirleitt
sannar frásagnir, hafnar dálítið upp í æðra veldi“ sagði Þórbergur eitt sinn í
viðtali.2 Hér er ætlunin að skoða hvernig þessi upphafning í „æðra veldi“
lýsir sér í íslenzkum aðli og Ofvitanum og hvaða áhrif hún hefur á þá
mynd sem höfundurinn dregur upp af sjálfum sér ungum.
Veruleiki og skáldskapur
Þótt lslenzkur aðall og Ofvitinn séu talsvert ólík verk eiga þau það sameig-
mlegt að vera fyrstu persónu frásagnir þar sem sögumaður rifjar upp löngu
liðna atburði. Hann dvelur mest við eigin sögu og það, hvernig heimurinn
kom honum fyrir sjónir á sögutímanum en einnig segir margt af öðru fólki
sem tengist sögu hans, stundum reyndar mjög lauslega. Frásögnin er
rommuð inn í raunveruleikann og sá rammi er gerður úr sögusviði, pers-
onum og atburðum sem lesendur ýmist þekkja deili á eða geta aflað sér
vitneskju um í heimildum. Tíma- og staðsetningar eru yfirleitt mjög ná-
kvæmar, þekktir atburðir úr sögu þjóðarinnar fléttast inn í frásögnina,
291