Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 35

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 35
Brotin heimsmynd tveggja sjónarhorna sem hér hafa verið nefnd innra og ytra sjónarhorn, er sjálfsmynd sögupersónunnar sífellt dregin í efa. Þessi mismunur á sjálfsmyndinni eftir því frá hvoru sjónarhorninu er horft er mikilvægur þáttur þeirrar heildarmyndar sem lesendur fá af Þór- bergi unga. I textanum er óspart sýnt hvernig orð hans og gjörðir takast á. I samhengi frásagnarinnar, þar sem á víxl er sagt frá vilja og verki, er aug- ljóst hversu mikill munur er á því sem Þórbergur ungi heldur sjálfan sig vera og því sem hann er í raun og veru. Með misræminu er hann gerður skoplegur vegna þess að hann fyllir ekki út í þá mynd sem hann gerir sér af eigin persónu. Ironían felur því í sér eins konar afhjúpun á honum, því að með henni er komið á framfaeri þeirri vitneskju söguhöfundar að sjálfs- mynd sögupersónunnar Þórbergs hafi falskan tón og að hann lifi í sjálfs- blekkingu. Sögupersónan Þórbergur er á valdi sögumannsins Þórbergs og það sem skilur á milli þessara mælenda er mismikil yfirsýn og um leið mismikið vald á frásagnarheildinni. Tímamismunur sögutíma og frásagnartíma þýðir einnig mun á vitneskju og eins og áður var bent á gerir þessi munur sögumanninum kleift að horfa á sögupersónu sína úr mikilli fjarlægð, jafn- vel þótt hann sé að segja frá sjálfum sér. Þetta skapar grundvöll annars konar íroníu en þeirrar sem felst í and- stæðum verks og vilja hjá sögupersónunni; misræmi verður á milli þess sem sagt er frá og frásagnarháttarins eða með öðrum orðum á milli atburðarásarinnar sjálfrar og hejmsskoðunar sögutímans og túlkunar sögumannsins á hvorutveggja. Þetta kemur fram í því sem sögumaður ým- ist segir beint eða gefur til kynna með því hvernig hann hagar orðum sínum og setur sögupersónur sínar á svið. Þannig getur hann að miklu leyti stjórnað túlkun lesandans á atburðum sögunnar og skilningi hans á pers- ónunum og gjörðum þeirra og hlutverk sögumannsins og staða útilokar „innlifun" í atburðarásina. Sjónarmið hans og túlkun eru nefnilega aldrei langt undan og viðhorf hans geta ekki talist bera vott um mikla samúð í garð sögupersónunnar. Sögumaður dregur oft athyglina að sjálfum sér og því sem hann veit en vissi ekki þegar hann var ungur. Sem dæmi má nefna langar frásagnir af ýmsum öðrum persónum en Þórbergi unga eða það sem hér hafa verið nefnd innskot í sögurnar en í innskotsköflunum er oft farið langt fram úr sögutímanum þegar sagt er frá örlögum þessa fólks. En sögumaður segir líka ýmislegt af sjálfum sér sem sögupersóna hans gat ekki vitað eða gert sér grein fyrir og oft er greinilegt að hann hefur allt aðra skoðun en Þór- bergur ungi á ýmsum atriðum sagnanna. I Ofvitanum ræðir hann til dæmis um aðdáun sína á skáldskap Einars Benediktssonar og hæðist að því sem TMM III 297
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.