Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 46

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 46
Tímarit Máls og menningar „Hér í húsinu býr lítil og anzi lagleg stúlka á fjórða ári“? Og er hægt að hugsa sér meiri stíl, agaðri og fágaðri mannasiði, en að skrifa þessa setningu í bréf til fjögurra ára drengs, ári eldri en þessi litla og laglega stúlka, og titla hann í bréfinu „háæruverðugan yngispilt"? Svo er það meginefni bréfsins: pissiríið, sameiginlegt áhugamál og bar- áttumál okkar þriggja, Helgu, Manga og mitt: bleyjur enn í fersku minni, einkanlega Helgu að vænta má. Og einstaka hneisur yfirvofandi eins og þegar ég brunaði á þríhjóli niður Bárugötuna og beint í veginn fyrir Sól- vallavagninn á leið hjá Unuhúsi eftir Garðastræti, stefnandi allar götur inn á Njálsgötu og Gunnarsbraut. Strætisvagninn snarbremsaði og keyrði hálf- ur upp á gangstétt og bjargaði þar með lífi mínu. Strætisvagnabílstjórinn var enginn annar en Óli rauði, Ólafur Kristjánsson fullu nafni, frægur maður í Reykjavík og síðar góður kunningi minn. Hann svipti mér inn í strætisvagninn og settist í bílstjórasætið mikilúðlegur: Hvort ég vissi hvað ég væri að gera, drengur? Eg hefði næstum því verið búinn að drepa mig og kannski miklu fleira fólk? Svona gerir enginn nema óviti. Þegar hér var komið beygði hetjan af þríhjólinu af - og byrjaði að pissa. Niður skálmina og niður á gólf í strætisvagninum. Þar varð stór pollur. Þetta var fyrsta stóra auðmýking mín í lífinu, og það var lítil bót í máli að aðrir reiðhjóla- kappar af Bárugötu og Garðastræti höfðu lagt á flótta undan strætisvagnin- um á gangstéttinni og urðu ekki vitni að henni. Pabbi minn brást við henni með því að fara með mig niður á Torg að hitta Ola rauða á kaffistofu stræt- isvagnanna. Hann vildi sjálfur þakka Óla fyrir snarræðið og lífgjöfina, og eins fyrir hitt að hafa tekið duglega í lurginn á strákskömminni fyrir óvita- skapinn á hjólinu. Mig lét hann biðja Ola fyrirgefningar og þakka honum fyrir allt sem hann hafði gert - þar á meðal fyrir að valda sjálfri auðmýk- ingu auðmýkinganna að ég pissaði í buxurnar og á gólfið í strætisvagninum fyrir framan fullan vagn af fólki. Og orðinn fjögurra ára. Þórbergur brást við fréttinni af auðmýkingu auðmýkinganna með því að skrifa bréfið sem ég hef lesið fyrir ykkur. II Stíll er ekkert eitt. Það er stíll á bréfinu sem ég hef lesið. Þetta litla bréf er samfellt listaverk, allt frá orðunum „Hringbraut 145“ sem það byrjar á til punktsins fyrir aftan nafn bréfritarans í lokin. Ég er búinn að vekja athygli á setningunni „Hér í húsinu er lítil og anzi lagleg stúlka á fjórða ári.“ Mig langar að vekja snöggvast athygli á öðrum setningum, þessum um Manga Pissikoff en ekki um Helgu pissidúkku: „Móðurfaðir hans og ég erum bræður. . .Einu sinni var Pissikoff austur á Hala í Suðursveit hjá afa sínum. 308
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.