Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 47

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 47
Hundrað og eitt ár Þá var ég þar líka.“ Og ég spyr: er hægt að segja betur frá? Er sagt betur frá í Njálu? Þetta er allt til marks um stíl á bréfinu. En stíll er ekkert eitt, sagði ég. Það er raunar þegar kominn annar stíll við sögu í þessu spjalli mínu. Eg spurði áðan um setninguna um litlu stúlkuna á Hringbraut 145: „Og er hægt að hugsa sér meiri stíl, agaðri og fágaðri mannasiði, en að skrifa þessa setningu í bréf til fjögurra ára drengs, ári eldri en þessi litla og laglega stúlka, og titla hann í bréfinu ‘háæruverðugan yngispilt’?" Það getur sem sagt verið stíll á manni ekki síður en stíll á bréfi eða kvæði. En má ekki vera að þó að stíll sé ekkert eitt þá sé þetta tvennt eitt og sami stíllinn? Hugum aðeins að því. Frægasta setning um stíl er auðvitað frönsk: „Le style est l’homme méme.“ Það útleggst: „Stíllinn er maðurinn sjálfur.“ Þetta sagði náttúru- fræðingurinn George Louis Leclerc de Buffon, sem uppi var átjándu öld, í ræðu sinni þegar hann var tekinn inn í konunglega franska lærdómslistafé- lagið hinn 25ta ágúst 1753. Frakkar fara oftast svo með þessa setningu að þeir stytta hana og segja „Le style, c’est l’homme." - “Stíll, það er maður“ eða „Stíllinn, það er maðurinn." (Hvort er betri stíll, að hafa ákveðna greininn eða ekki?) En menn mega ekki halda að þetta hafi verið frumlegt hjá de Buffon frekar en frönsk menning yfirleitt. Rómverjar áttu sér svipað máltæki og eignuðu það heilögum Longínusi sem blómstraði á fyrri híuta fyrstu aldar okkar tímatals. Það hljóðaði svo: „Stylus virum arguit" sem þýðir „Stíllinn sannar manninn“. Eg held ég geti sagt um þetta litla sendibréf, þetta litla listaverk, að það sé Þórbergur Þórðarson sjálfur: stíllinn sannar manninn. Bréfið sannar snillinginn. Snillingurinn var ekki bara ritsnillingur heldur líka snillingur í að umgangast lítil börn. Og þetta var ein og sama snilldin. Það er mun fleira til marks um snilld Þórbergs í að umgangast börn. Margt af því stendur skrifað í Viðfjarðarundrunum og Sálminum um blómið. Eitt stend- ur þar þó ekki. Eg lærði af Þórbergi bezta leik sem leikinn verður við barn eins og ég hef sannreynt þúsund og einu sinni. Þennan leik hygg ég hann hafi leikið fyrst við Þórhall Vilmundarson móðurbróður minn. I leiknum þykist fullorðinn maður vera blindur og lætur barnið leiða sig. Barnið ber þá ábyrgð á hverju spori sem stigið er, og verður líka að lýsa öllu sem fyrir augu ber svo að blindinginn fari ekki á mis við neitt sem gerist í kringum hann. Þeir gömlu höfðu meira að segja um stíl en að stíll væri maður sjálfur. Ein af stökum Friedrichs Schiller, eins höfuðskálds Þjóðverja, er á þessa leið: 309
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.