Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 48

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 48
Tímarit Máls og menningar Jeden andern Meister erkannt man an dem, was er ausspricht; was er weise verschweigt, zeigt mir der Meister des Stils. Það má reyna að snara þessu einhvern veginn svona: Af góðu máli og gegnu * greinirðu meistaratökin; nema hjá stórmenni stíls er stefnan að sýna með þögn. Anselm Feuerbach át þessa hugsun eftir Schiller og spillti henni dálítið í leiðinni sem vænta mátti: „Stil ist richtiges Weglassen des Unwesent- lichen", „Stíll er að þegja réttilega um það sem ekki skiptir máli“. Stefnan er að sýna með þögn, að sýna það sem ekki er sagt. Bréfið sýndi mér hluttekningu í auðmýkingu minni án þess að segja eitt einasta orð um hana. Það sýndi líka en sagði ekki að ég átti mikilsverð erindi við Helgu pissidúkku. Það kom líka á daginn. Áður en langt var liðið vorum við Helga Jóna Asbjarnardóttir Hringbraut 145 og Þorsteinn Gylfason Garða- stræti 13A trúlofuð að ráði þeirra Þórbergs og Möngu, og er af þeim ástum mikil saga sem ekki verður sögð hér. III Nú vendum við okkar kvæði í kross. Þórbergur Þórðarson á ekkert aldar- afmæli á þessu ári. Hann fæddist í þennan heim hinn 12ta marz 1888, ekki 1889. Þetta blasir við af kirkjubókum og öðrum opinberum gögnum, og þetta vissu allir nánustu vinir hans. Afi minn Vilmundur Jónsson, sem kannski var nánasti vinur Þórbergs fyrr og síðar, vissi það upp á hár frá þeirra fyrstu kynnum — sem segir frá í Ofvitanum - og þeir Þórbergur báð- ir að Þórbergur var ári eldri en afi, en afi átti aldarafmæli á sunnudaginn var. Og það veit hver maður af reynslu sinni að svoleiðis nokkuð sem ald- ursmunur fer ekki á milli mála meðal ungra vina. Enda varð afi fljótur til að taka að stríða Þórbergi með staðfestum eftirritum úr kirkjubókum, þegar eftir að farið var rangt með fæðingarárið í fyrsta sinn. Það breytti engu um vinskapinn. Sigurður Nordal sagði mér að einhverju sinni eftir stríð kom Þórbergur til hans á Baldursgötuna beint frá afa mínum í Ingólfsstræti með bók sem afi hafði lánað honum til að lesa. „Þetta er góð bók,“ sagði Þór- bergur við Sigurð. „Vilmundur á hana.“ Skýringin á misherminu um fæðingardaginn var ofureinföld. Það gleymdist að halda upp á fimmtugsafmæli Þórbergs með pompi og prakt, einkanlega blaðaskrifum eins og tíðkast hér í landinu. Þetta er ámælisvert eins og segir í limrunni: 310
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.