Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 50
Tímarit Máls og menningar
Fyrir öllum öðrum blasti það við hvers vegna myndirnar voru ekki kyrrar
á sínum stað. Þær voru ekki annað en pappírsblöð á pappaspjöldum með
gleri framan á, innrammaðar með einangrunarbandi. Og svo héngu þær í
geislum sólarinnar sem voru óvenju heitir daginn sem þær duttu.
Hvernig er hægt að líta þessa heimsókn Þórbergs öðrum augum en sem
skemmtilega vitleysu? Sem leiðinlega vitleysu kannski: heimsóknin var
löng og tilfæringarnar miklar. En annað eins og þetta verður andskotans
ekki með neinu móti tekið alvarlega. Þetta held ég að hafi alltaf verið skoð-
un föður míns á Þórbergi, þrátt fyrir heimilisvináttuna. Fyrst og síðast væri
Þórbergur fífl. Þar kom ekki bara spíritisminn til með hugsanaflutningi sín-
um og afturgöngum heldur kommúnisminn líka, forstokkaðri hjá Þórbergi
en hjá flestum Islendingum öðrum á meðan sú plága var hér landlæg, áður
en frjálshyggjan tók við af henni. Er þá mikið sagt.
Halldór Laxness hefur komizt svo að orði í bréfi til Péturs Hallberg:
Helgi Péturss er líklega sá maður sem fegurst hefur skrifað íslenzka túngu á
okkar tímum, maður má bara ekki hugsa um efnið meðan maður er að lesa,
fremur en maður má hugsa um efnið í Maríusögu hinni miklu, sem eftilvill er
fegurst skrifuð bók á íslenzku á tólftu öld. En ef maður rekur efni Maríu-
sögu mundu allir halda að maður væri að búa út einhverja djöfullega skop-
stælingu af innihaldi bókarinnar. Sama máli gegnir ef maður greinir efnið í
heimspeki Einars Benediktssonar. (Skírnir 1969, 88.)
A Þórbergur kannski heima með höfundum Maríusögu hinnar miklu,
Helga Pjeturss og Einari Benediktssyni eins og Halldór lýsir þeim? Snill-
ingi á einu sviði getur skjöplast á öðru, og hvers vegna skyldi maður þá
ekki geta verið fágætur ritsnillingur, en flest eða allt sem hann hefur að
segja djöfulleg skopstæling af sjálfu sér?
Eg held að kenning Halldórs Laxness um gott mál um vont efni sé í
meira lagi vafasöm. Eins og Halldór orðar þessa kenningu er hún satt að
segja fullkomin þverstæða: maður á að geta notið máls án þess að hugsa um
efnið meðan maður er að lesa. Eg leyfi mér að halda því fram að þetta gangi
þvert á heilbrigða skynsemi. Að minnsta kosti er Þórbergur Þórðarson
ekki einn af þeim höfundum sem maður les eftir þessari forskrift. Hann var
sami snillingurinn í að hugsa og skrifa. Það þarf ekki annað en sendibréfið
til að sýna það.
IV
Hvað hugsaði og skrifaði Þórbergur annað en skemmtilega vitleysu? Sigfús
Daðason hefur gert merkilega tilraun til þess í Andvaraævinni sem ég
312