Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 60
Tímarit Máls og menningar
greindu augnatilliti“ og „óræðum augum“, eða „gónt í óræðri dul og
spurn“ og þarna er „óskýrgreindur strákur“ og „óskýrgreint tryppi“.
I Sálminum má þannig finna lítt falda ritdeilu Þórbergs við sinn gamla
keppinaut, en um árabil var nafn annars sjaldan nefnt án þess að hitt fylgdi
á eftir, Þórbergur og Halldór, Halldór og Þórbergur.
Fyrra bindi Sálmsins kom út árið 1954 og síðara bindið ári síðar - árið
sem Halldór hreppti bókmenntaverðlaun Nóbels - og í síðara bindinu
ágerast árásir Þórbergs á skáldsöguna um allan helming og verða því nær
áráttubundnar.
Þórbergur gerir harða hríð að skáldsögunni sem úrkynjuðu, úreltu og
staglsömu formi sem kækirnir hafi hlaðist utan á eins og hrúðurkarlar.
Form sem farið er að framleiða innihald sitt sjálft. Þetta endalausa „sagði
hann“ og „sagði hún“ og „sagði hann um leið og hann opnaði hurðina" og
„sagði hún um leið og hún leit út um gluggann."
Dæmi:
„Það skal verða stutt,“ svarar ljóta konan sem var mjög intereséruð í listum
og skáldin mundu hafa sagt að hún hefði tekið um leið út úr bollanum því að
í skáldsögum eiga menn alltaf að gera eitthvað um leið og þeir segja eitthvað.
En Sobbeggi afi er að segja sanna sögu og þess vegna sá hann hana ekki gera
neitt.“ (Sálmurinn um blómið, 1976, bls. 176)
En það er ekki bara klisjuverkið sem er þyrnir í augum Þórbergs, það er
líka frukt skáldsögunnar fyrir simplum listbrögðum:
„Krakkar mínir! Eg bið ykkur að fyrirgefa mér hvað ég er oft búinn að
segja „pena stúlkan úr Reykjavík." En mig langaði allt í einu til að vera svo-
lítið skáldsögulegur og þá á maður að segja aftur og aftur það sem er fyndið
eða skrýtið." (Sama, bls. 333)
En það sem ræður úrslitum um að Þórbergur gæti aldrei lagt lag sitt við
skáldsöguna er lausung hennar og handahóf:
„Vorið 1951 voru sagðar miklar sögur af huguðu fólki sem ætlaði að fljúga
austur í Suðursveit. Sobbeggi afi nefnir árið af því að hann er ekki að skrifa
skáldsögu. I skáldsögu má aldrei nefna ár.“ (Sama, bls. 306)
Og:
322
„Föstudagsmorguninn 1. júní rann upp stórkostlegasti gamandagur í lífi
litlu manneskjunnar. Sobbeggi afi nefnir mánaðardaginn af því að hann er