Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 73
Kennslubók handa skáldum órum
hennar engin rök. I það minnsta er ég þess fullviss að aldrei hefur orðið til
magnaðri saga um sakleysislegra kvæði. Annan ljósgeisla á ég ekki síst að
þakka öðrum meistara, Sigfúsi Daðasyni skáldi, sem kenndi mér að hafa
yfir þá heilræðavísu Þórbergs, sem máske djúpvitrust er og hentar hverju
tækifæri:
Svona er lífið seyrt og kalt.
Sá deyði er annan felldi.
Og það sem að morgni þér var allt,
þinn verður bani að kveldi.
Og vissulega má víðar leita lífsspeki í þessari Eddu, því engra er Þór-
bergur eftirbátur, nema ef vera skyldi forvera sinna Jónasar og Heinrich
Heine, í að leysa hugsunina úr vanaviðjum sjálfvirkrar viðkvæmni og
velgju, og engan þekki ég sannari hjartslátt en þá skelli í mótorbát í kvæð-
inu Hjartsláttur lífsins, sem fyrir mér er hinn eini sanni fútúríski hljómur
íslenskrar ljóðlistar.
En þó víða sé í Eddunni ljós að finna, sakna ég þess ætíð að þar finnst ei
eitt lítið ljóð úr þeirri bók, sem ef til vill er sönnust bóka: Sálminum um
blómið. Þetta litla ljóð er söngur stjarnanna til fólksins á jörðunni, sem
meistarinn nam og flutti okkur fávísum í forheimskunarlandinu:
Tí tí tí tí tí tí tí
tí tí tí tí tí tí.
Bí bí bí bí bí bí bí
bí bí bí bí bí bí
Dí dí dí dí dí dí dí
dí dí dí dí dí dí
Pí pí pí pí pí pí pí
pí pí pí pí pí pí
335