Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 75

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 75
Var Þórbergur ofviti í alvörunni? frumleika, en jafnframt óvenjulegri innilokun og vanmætti til að horfast í augu við lífið. Sveitin þar sem Þórbergur ólst upp bætti svo ekki úr skák. Hún var ein- hver sú afskekktasta á landinu. Fólkið varð oft sérsinna, skammsýnt og hjátrúarfullt. Mórar og skottur voru Dallas og Derrick þar í sveit. Hjátrúna drakk Þórbergur í sig og magnaði hana upp úr öllu valdi. Með þetta andlega veganesti hélt hann út í heiminn. Og bjó að því alla æfi. Hann virðist hafa verið mjög lokaður og dulur maður og tilfinningalíf hans óþægilega þyrrkingslegt. En geðsveiflurnar minnka með árunum. Og ekki er ólíklegt að skriftirnar hafi valdið þar mestu. Með þeim kemur hann skipulagi á hugann, skapar reglu úr óreglu. Kannski gera það allir lista- menn en ég held að dæmi Þórbergs sé einstaklega mikilvægt. Eftir Bréf til Láru hverfa úr skrifum hans þessar geðveikislegu hrollvekjur. Hann verður öruggari með sig og staðfastari. Honum líður betur. En þröngsýnin hverfur ekki. Þórbergur var ekki víðsýnn maður nema á einstaka sviðum. Menningaráhugi hans var furðu takmarkaður. Hann var t.d. alveg lokaður fyrir tónlist og myndlist. Og meira að segja mörgu í bók- menntunum. Lífsskoðun hans var ófrumleg dulspeki lærð af bókum. Að eðlisfari var hann enginn dulhugi eins og Einar Benediktsson og þekkti því ekki „andlega uppljómun" af eigin reynd. Þá er hann síður en svo eini Is- lendingurinn sem sameinar trú á sósíalismann og framhaldslíf. En sennilega sá eini á þessari öld sem trúði á skrímsli. Slík forneskja var í eðli hans og kom m.a. fram í algerri blindni á óþægilegar staðreyndir. Þórbergur sá bara það sem hann vildi sjá. Hann bakkaði aldrei með Stalín og Sovétríkin. Ekki það að hann réttlætti kúgun og glæpi þar fremur en annars staðar. Hann neitaði einfaldlega að trúa þeim. Atti vegna uppeldis og skapgerðar svo ósköp erfitt með að horfast í augu við það sem miður fer í lífinu. Von- brigði, sársauka og þjáningu. Og dulspekin var einmitt helsta flóttaleiðin frá hörðum heimi. Þórbergi tókst aldrei að sigrast á sjálfum sér eins og hann lét þó í veðri vaka. Gerði aðeins nokkurs konar samkomulag. Hann fór að þykjast. Varð æringi og spaugari en fórnaði fyrir vikið einlægni og hreinskilni. En af því að hann var svo mikill stílisti tókst honum að blekkja lesendur til þessa dags. Hann væri óvenju opinskár og hlífðarlaus við sjálf- an sig. Eins og hann segir svart á hvítu í bókarlok Ofvitans. En það er leitun á höfundi sem fer með sjálfan sig í aðrar eins felur. I Kompaníi við allífið segir Þórbergur: „Eg er ein helsta persónan í öllum mínum „skáldsögum". Af því halda sumir, að ég sé mjög egósentriskur. En það er ekki rétt. Eg get gert þetta, af þvi að ég er lítið egósentriskur. Jú, sjáðu til, egósentriskur maður minnist yf- 337
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.