Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 85
Astin og guð
Konur streymdu til Kaupmannahafnar alla öldina, á flótta undan fátækt,
harðræði og atvinnuleysi sveitanna. Þær gátu orðið saumakonur eða sölu-
konur eða þjónustustúlkur í borginni ef þær höfðu siðferðisbókina sína
uppáskrifaða af presti, en ekki þurfti mikið til að það fengist ekki, ef þeim
hafði verið nauðgað til dæmis fékkst engin uppáskrift. Margar konur, eink-
um einstæðar mæður, áttu engan annan kost en vændi til að framfæra sér
og börnum sínum.25
Að sjálfsögðu voru engar stúlkur í Háskólanum og dætra borgaranna í
Kaupmannahöfn var vandlega gætt. Heima á Islandi var kannski „engill
með húfu og rauðan skúf í peysu“, kannski bara draumurinn um að eignast
bóndadóttur einhvern tíma fyrir konu, þegar efni leyfðu. „Flyðrurnar“
(þ.e. „ludder“ á dönsku sem varð lúða=flyðra - jafnvel „ísa“ (?!), DK) í
Kaupmannahöfn voru nærtækari.
í Sulti (1890) eftir Knut Hamsun lýsir sögumaður rölti sínu um Karl
Johan síðla kvölds; gatan er næstum myrkvuð, skuggaverur strjúkast hver
fram hjá annarri, hvíslandi tilboð eru borin fram, það er samið, tveir
skuggar hverfa saman inn í hús, á bak við hús. Hlýtt myrkrið bylgjast og
ólgar af losta, gatan er andstutt - það er fengitíð. Sögumaður þreifar ofan í
vasa sinn, uppgötvar að hann á ekki tvær krónur og fyllist þá af siðferði-
legri vandlætingu: þvílíkur viðbjóður!
Þessi lýsing kemur upp í hugann þegar ég les nafnlaust ljóð sem eignað
hefur verið Jónasi Hallgrímssyni, en gæti verið eftir Brynjólf Pétursson26
(frá 1834/5?): „Runninn var röðull til Ránar sala . . .“ Ljóðið er götulýsing
frá Kaupmannahöfn. „Eg“ ljóðsins stendur einn í myrkrinu, heitur þrátt
fyrir vetrarkuldann, áhorfandi að tildragelsinu:
Kvikt var á götu:
karlar og sprund
ýmist saman
eða einsömul
gengu greiðan
sem gata flutti
eða löbbuðu hægan
og litu um kring.
Sumir komu
frá sjónarspilum,
aðrir frá öðrum
unaðsemdum,
nokkrir fóru
til nýrrar gleði,
347