Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Qupperneq 93
Astin og gub
kroppa (skelettera) arnir=erni og hrafna og mörg önnur dýr, og þess á
milli að yrkja „Hulduljóð". Það verður fallegt kvæði.“47 Þremur árum
seinna reka Fjölnismenn á eftir ljóðinu til birtingar en Jónas taldi það ekki
fullgert og vildi ekki eða gat ekki lokið því.
Það er erfitt að ímynda sér hvernig Jónas hefur hugsað sér að ljóðabálk-
urinn yrði fullgerður. Eins og hann stendur er hann ekki auðskilinn.
Hulduljód eru leikrænt ljóð eða ljóðleikur, persónurnar eru ljóðmæland-
inn, sem er bæði sögumaður og þátttakandi leiksins, Hulda, Eggert og
smali. Ljóðabálkurinn er hárómantískur, sviðið er baðað tunglsljósi, dul-
úðug öfl náttúrunnar og landsins persónugerast í Huldu hinni fögru, þjóð-
hetjan Eggert Olafsson stígur upp úr hafinu, lifandi dauður.
I Hulduljóbum er kaflinn „Smávinir fagrir, foldar skart“ - einlæg og
undurljúf trúarjátning til hins „lifandi guðs“ sem er „faðir og vinur alls,
sem er!“ Þessi kafli er aðgengilegasti hluti ljóðabálksins, sá eini sem er í
fullkomnu samræmi, alveg laus við myrkt táknmál og margræðni textans
sem tilheyrir ljóðmælandanum sjálfum. „Smávinir fagrir . . . “ er texti Egg-
erts, hlutverk hans í Hulduljóðum. A sama hátt og Gunnar naut verndar
landsins í Gunnarshólma er það Eggert sem er hinn blessaði í Hulduljóð-
um. Ljóðmælandinn nefnir aldrei guð en hann kallar skáldið Eggert „föð-
ur“ og segir: „kær er mér, faðir! komu þinnar dagur."
Það er erfitt að ákvarða hver leikur hvað á leiksviði Hulduljóða, sviðið er
baðað tungsljósi. Tunglsljósið, hálfmyrkrið er forsenda ljóðsins:
Vertu nú sæl! Því sólin hálsa gyllir
og sjónir mínar hugarmyndin flýr;48
Hjá Jónasi er guð alltaf tengdur ljósinu. I ljóðum hans má víða sjá tákn-
keðjuna guð - faðirinn - ljósið; ljósið getur verið sól eða stjarna.
Eitt af síðustu ljóðum Jónasar Hallgrímssonar er nafnlaust og hefst á
orðunum: „Ljóst er alls upphaf . . .“ Ut á spássíu handritsins stendur
„Brot eftir Feuerbach, Gedanken úber Tod und Unsterblichkeit aus dem
papieren eines Denkers." Vegna spássíuathugasemdarinnar hafa menn
skoðað ljóðið sem þýðingu og gefið því lítinn gaum. Ljóðið er líka mjög
erfitt.
Heimspekingurinn Ludwig Andreas Feuerbach (1804-1872) var sam-
tímamaður Jónasar og eldri verk hans voru vægast sagt umdeild, þóttu
öfgakennd og ofboðsleg. Feuerbach var í hópi ungra fylgismanna Hegels
(1770-1831) og þeirrar sannfæringar að andlegt líf mannanna væri afleitt af
hinum efnislega veruleika þeirra. I Gedanken iiber Tod und Unsterblich-
keit (Hugsanir um dauða og ódauðleika) fjallar hann um hugmyndirnar um
355