Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 94
Tímarit Máls og menningar
líf eftir dauðann, ódauðleikadraum mannanna, sem hann telur blekkingu
sprottna af óttanum við dauðann. I ritinu Das Wesen des Christentums
(Eðli Kristindómsins) 1841, rökræðir hann það að mennirnir hafi sjálfir bú-
ið til guðshugtakið og geti ekki verið siðferðilega bundnir sínum eigin til-
búningi.
I ritinu Gedanken iiber Tod und Unsterblichkeit er ritgerð, langt rímað
prósaljóð og spakmæli. Ljóð Jónasar er alls ekki þýðing í hefðbundnum
skilningi þess orðs, heldur persónuleg svörun, viðbrögð við boðskap Feu-
erbach.
Ljós er alls upphaf,
Ekkert er bjart,
ljóstær er þeirra
lífs Uppspretta;
upphaf er Ekkert,
Ekkert er nótt,
því brennur nótt
í björtum ljóma
O mikli guð!
ó, megn hörmunga!
Ekkert að ending -
eilífur dauði
sálin mín blíða,
berðu hraustliga,
- sárt þótt sýnist, -
sanninda ok.
Fyrsta erindið er byggt upp eins og rökfærsla þar sem tengdar fullyrðingar
leiða að hinni röklegu niðurstöðu í lokin. I ljóði Jónasar er hins vegar ekki
auðvelt að finna hinn röklega þráð, honum er svo mikið niðri fyrir. Fyrsta
erindið er knappt, skrifað í stakkato, andstutt af geðshræringu, og næstum
helmingur þess er undirstrikaður.
Ef við reynum að endurgera merkingu erindanna, þýða þau, þá segir þar
að í upphafi sé aðeins gagnsæ hvít birta - sem hefur enga merkingu. Að
endingu er ekkert, engin nótt, ekkert annað en birta upphafsins eða m.ö.o.
hjá einstaklingnum er ekkert til fyrir fæðingu hans og ef ekki er líf eftir
dauðann hverfur maðurinn aftur inn í hið ægilega (því brennur nótt . . .)
en fagra tóm (í björtum ljóma). Tilhugsunin er ofboðsleg og næsta erindi
hefst á ákalli.
Það er ægilegur guð sem er ákallaður og óskiljanleg verk hans. Akallinu
er ekki fylgt eftir, engin ósk eða bæn er borin fram, engra svara er vænst. I
356