Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 100
Harold Pinter
Eintal
Maður situr í stól, einn.
Hann beinir orðum sínum að öðrum stól, en sá er tómur.
Maðurinn:
Eg held ég skreppi aðeins niður í spilaherbergið. Til að teygja úr
mér. Taka eina umferð í borðtennis. En þú? Eigum við að taka einn
leik? Ertu ekki til í að láta taka þig kerfisbundið í gegn? Eg skal taka
hvaða áskorun sem er, veðja hverju sem er, - taka upp hvaða hanska
sem þú kastar niður. Hvað gerðirðu annars við hanskana þína? Tal-
andi um hanska, hvað varð um mótorhjólið þitt?
Þögn
Þú varst glæsilegur í svörtu. Það eina sem ég kunni ekki við var
andlitið á þér. Það var of hvítt, andlitið, eins og það héngi undir
svörtum hjálminum og svörtu hárinu og svo svartur mótorhjóla-
jakkinn fyrir neðan. Þú varst líkt og skelkaður á svipinn, varnarlaus
svo skar í augun, allt að því aumkunarverður. Þér fór náttúrlega
aldrei vel að aka um á mótorhjóli, það var andstætt eðli þínu. Eg
skildi aldrei hvað þú varst að reyna með því. En það gekk ekki upp,
svo mikið er víst, og þú sannfærðir mig aldrei, þú varðst aldrei meiri
maður í mínum augum fyrir vikið. Þú hefðir átt að vera svartur,
andlitið á þér hefði átt að vera svart, þá hefðirðu náð þér á strik, þá
hefði þetta verið í lagi hjá þér.
Þögn
Már fannst oft . . . margoft . . . að þið tvö væruð í rauninni syst-
kin, að einhver tengsl væru á milli ykkar, eitthvað sameiginlegt í sál-
ardjúpum ykkar líkt og árurnar ykkar væru eins, og þetta gerði það
að verkum að ég fékk hugboð, - bara óljóst hugboð, - um að þið
hefðuð komið úr sama belgnum. En hún var náttúrlega svört. Alveg
kolsvört. Og lífsglöð í þokkabót.
Þögn
362