Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 101
Eintal
En hvað um það, í þá daga vorum við tveir alltaf til í að taka eina
og eina krikketæfingu, sama hvernig viðraði, bara nefna það, - eina
umferð í harki eða gönguferð í almenningsgarðinum til að spjalla.
Nokkrar holur á vellinum fyrir hádegið svo fremi skyggni væri
ágætt, og engar krefjandi skuldbindingar.
Þögn
Samræður af þessu tagi eru það sem ég uni mér best við, sem mér
finnst allra skemmtilegast. Skoðanaskipti í þessu formi, svona vel-
heppnuð sameiginleg upprifjun minninganna.
Þögn
Stundum finnst mér að þú hafir gleymt svörtu stúlkunni, íbenvið-
arstúlkunni. Stundum finnst mér að þú hafir gleymt mér.
Þögn
Þú hefur ekki gleymt mér. Mér, sem var besti félagi þinn, sannasti
vinur þinn. Eg skal viðurkenna að þú kynntir Webster og Tourneur
fyrir mér, en hver kynnti Tristan Tzara, Breton, Giacometti og þá
alla fyrir þér? Svo maður tali ekki um Ferdinand Céline sem reyndar
er fallinn út af vinsældalistanum núna. Eða John Dos. Hver var það
sem keypti handa ykkur báðum allar búðingsdósirnar á niðursettu
verði? Já, ég segi báðum. Eg var besti vinurinn sem þið eignuðust
um ævina, bæði tvö, og ég er enn þann dag í dag tilbúinn að sanna
það fyrir ykkur, - ég er enn þann dag í dag tilbúinn til að hengja
næsta mann í beltinu mínu ykkur til varnar.
Þögn
Nú ætlar þú að segja að þú hafir elskað sál hennar en ég líkamann.
Þú ætlar að koma með það eina ferðina enn. Eg veit að þú varst
miklu myndarlegri en ég, miklu tignarlegri, það veit ég vel, ég dreg
enga fjöður yfir það, þú varst draumlyndari, hugsaðir meira, kxnni,
en ég var alltaf með báða fætur á jörðinni. En eitt skal ég segja þér,
eitt sem þú veist ekki. Hún elskaði mína sál. Það var mín sál sem
hún elskaði.
Þögn
Nú orðið læturðu aldrei í ljósi hvað þig langar. Þig langar ekki
einu sinni í einn borðtennisleik. Þú getur ekki lengur sagt til um
hvað það er sem þú getur eða getur ekki, hvað þér finnst best, hve-
nær þú ert skýr í kollinum eða spenntur fyrir einhverju, hvers vegna
þú getur aldrei nú orðið . . . getur aldrei . . . notfært þér á skýran og
363