Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Side 102
Tímarit Máls og menningar
þroskaðan máta alla þá iðandi möguleika sem iðandi heilafrumur
þínar hafa látið þér í té. I hreinskilni sagt þá finnst mér oft að þú lát-
ir eins og þú sért dauður, eins og Balls Pond gatan og yndisfagra
íbenviðarstúlkan hafi aldrei verið til, eins og rigningin sem speglast á
gangstéttunum í ljósaskiptunum hafi aldrei verið til, eins og íþróttir
og gáfulegar samræður okkar í milli hafi aldrei átt sér stað.
Þögn
Hún var þreytt. Hún settist niður. Hún var þreytt. Ferðin. Og
háumferðartíminn. Veðrið var alltaf svo óútreiknanlegt. Hún hafði
farið í ullarkjól um morguninn vegna þess að það var kul í lofti, en
svo þegar leið á daginn hafði skipt um, algerlega, gersamlega skipt
um. Hún grét. Þú stökkst upp eins og . . . dótið þarna, ég man ekki
hvað það er kallað, skrípakall sem sprettur upp úr kassa . . . kassa-
trúður, hélst í höndina á henni, bjóst til te handa henni aldrei þessu
vant. Veðurbreytingin hefur kannski hrært upp í þér.
Þögn
Eg elskaði líkama hennar. Ekki það, svona okkar á milli, að það
skipti neinu stórmáli á einn eða annan hátt. Mín útrás gat allt eins
verið þín útrás. Hvern skiptir það nokkru eða langar að tala um
það?
Þögn
Nú jæja . . . hún gerði það . . . getur það . . . gat það . . .
Þögn
Við gengum saman, öll þrjú, með handleggina krækta saman, í
háu grasinu, yfir brúna og sátum utan við krána á árbakkanum í sól-
skininu, kráin var lokuð.
Þögn
Tók nokkur eftir okkur? Sást þú hvort einhver var að horfa á
okkur?
Þögn
Komdu við mig, sagði hún við þig. Þú gerðir það. Auðvitað gerð-
ir þú það. Þú værir meiri helvítis asninn ef þú gerðir það ekki. Þú
hefðir verið meiri helvítis asninn ef þú hefðir ekki gert það. Það var
fullkomlega eðlilegt.
Þögn
Þetta var hinum megin við skilvegginn.
Þögn
364