Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Síða 106
Tímarit Mdls og menningar einhver gæti farið að gera sér mat úr einkalífi mínu“, skrifaði hún eitt sinn ævisöguritara sínum, sænska prófessornum Walter A. Berendsohn. Þegar Berendsohn lét sér ekki segjast og vildi fá að vita meira og meira um æsku skáldkonunnar skrifaði hún ákveðin: „Svo þakklát sem ég er þér, kæri Walter, fyrir þann áhuga og djúpa skilning sem þú hefur sýnt verkum mín- um, þá verð ég nú að ítreka svo ekkert fari milli mála að því innsta og hinsta vil ég halda fyrir mig sjálfa." Þegar Nelly Sachs kom til Svíþjóðar var hún 48 ára gömul. Fjöru- tíuogátta ár sem hún sveipaði í dularhjúp. Ekki þó vegna hégómleika og þaðan af síður ætlaði hún að eiga endurminningarnar til góða fyrir sjálfs- ævisögu. Fordild var henni víðs fjarri. Þögnin var hennar leið til að lifa af. Flún slapp við útrýmingarbúðirnar en varð að gjalda fyrir lífsgjöf sína með örvæntingu og sturlun. Hún taldi að það myndi verða sér of dýrkeypt að bera sitt „innsta og hinsta“ á torg. Hún komst frá Berlín, ásamt móður sinni Margaretu Sachs, með síðustu flugvélinni sem leyft var að fljúga til Stokkhólms. Það eina sem þær mæðg- ur fengu að taka með sér var handtaska og 10 mörk í reiðufé. Þegar til Stokkhólms kom höfðu þær samband við meðlimi í samtökum gyðinga sem hjálpuðu þeim eftir megni. Þær fengu fyrst inni hjá sænskum penna- vini og síðan á barnaheimili gyðinga sem rýmt hafði verið fyrir flóttafólk. Nelly Sachs var svo smávaxin að hún átti hægt með að sofa í barnarúmi. Að þremur mánuðum liðnum fengu mæðgurnar varanlegt húsnæði í dimmri og ískaldri íbúðarkytru við Bergsundsstræti 23 sem var í eigu hinn- ar gyðinglegu Warburgstofnunar. Þar bjuggu þær í sjö ár. Einn nágranna þeirra, skáldið Sivar Arnér, hefur lýst þessum vistarverum á eftirfarandi hátt. „Þetta er fimm hæða hús með 6 til 7 íbúðum á hverri hæð. I flestum þeirra býr fólk sem flúið hefur nasismann. Ibúð Nelly Sachs og móður hennar var aðeins eitt herbergi með eldhúsboru í einu horninu og fimm fermetra vinnuaðstöðu í öðru.“ Við slíkar aðstæður varð flóttafólk um allan heim að búa. Nelly Sachs vissi það mæta vel og var þakklát fyrir að hafa tekist að bjarga lífi móður sinnar. En hún sjálf, skrifaði hún síðar einni vinkonu sinni, hefði kosið að fara hvergi. Og samt hafði Gestapó handtekið hana hvað eftir annað og yf- irheyrt hana á hrottafenginn hátt. Hún fékkst aldrei til að skýra frá því sem gerðist við þessar yfirheyrslur og það er ekki vitað hvers vegna hún var yfirheyrð. Aðeins á einum stað í sjálfsævisögulegum prósa „Líf á ógnaröld" gefur hún eitthvað í skyn: „Ein- ræðisöld. Hver skipar fyrir? Allir. Nema þeir sem liggja afvelta eins og bjallan á dauðastundinni. Þungt fótatak og réttlætið hvíldi makindalega í 368
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.