Tímarit Máls og menningar - 01.09.1989, Page 113
Nelly Sachs
fréttin er blandin háði. Síðan er fjallað í löngu og ítarlegu máli um karl-
kynsverðlaunahafann. Og öll vesturþýska pressan greinir frá þessum tíð-
indum á sama hátt. Þegar Nelly Sachs hefur náð hátindi skáldfrægðar sinn-
ar láta þjóðverjar eins og hún sé ekki til. Ljóð hennar eru þýdd og gefin út
víða um heim og leikverk eftir hana sett upp í New York, París og Tel Av-
iv. Þegar Heinrich Böll fær nóbelinn 1972 slá dagblöð í Vestur-Þýskalandi
upp fyrirsögninni: „Fyrsti þjóðverjinn frá Hermann Hesse“. Arið eftir að
Nelly fékk verðlaunin lögðu sósíalistar og frjálsir demókratar í Berlín til að
hún yrði sæmd heiðursborgaratitli borgarinnar. Kristilegir demókratar
felldu hins vegar tillöguna með þeirri röksemd að „það verði ekki séð að
hún verðskuldi það á neinn hátt að vera útnefnd sem heiðursborgari“.
Enn á ný yfirbuga „veiðimennirnir“ Nelly Sachs og hún neyðist til að
leggjast inn á hælið í Beckomberga. Ljóðin í síðustu ljóðaflokkum hennar
samanstanda ýmist af 4 eða 6 ljóðlínum og eru afar knöpp og samþjöppuð.
Ráðgátur, lyklar að lausnum, draumsýnir, martraðir. Samanburður við
Franz Kafka er nærtækur. Hún þykir of erfið. Lesendum, ofdekraðir með
auðskilum og sáttfúsum vandamálabókmenntum, finnst Nelly Sachs of
torskilin.
1984 eru bréf skáldkonunnar gefin út og í tilefni af því skrifar Paul Ker-
sten í vikublaðið „Zeit“: „Hún megnaði ekki að verja sig gegn þeim sem af-
greiða fortíðina af fagmannlegu öryggi; þeim sem voru farnir að skrifa um
hana minningargreinar, ilmandi af reykelsi, í lifandi lífi. Það var svo þægi-
legt að taka þennan þýska gyðing, sem hafði lifað í útlegð síðan 1940, í
helgra manna tölu til að losna við að horfast í augu við eigin sekt.“
Nelly Sachs var fórnarlamb þýskrar lygi. Frá upphafi allt til enda.
Skömmu áður en hún lést dundi yfir hana fregnin um sjálfsmorð vinar síns,
ljóðskáldsins Paul Celan sem einnig hafði hlotið það erfiða hlutskipti að
vera gyðingur og yrkja á þýsku. Hún var örþreytt og bað nú dauðann þess
að hann yrði henni ekki lengur „aðeins stjúpfaðir". Hún lést þann 12. maí
1970.
Hjálmar Sveinsson þýddi
375